Að sjálfsögðu er eðlilegt að menn reyni að spara pening, maður gerir það sjálfur á hverjum degi.
En IMO er þetta tilfelli svolítið "spara aurana og henda krónunum". Nokkrir punktar sem mig langar að benda á.
1. Orginal kúpling er veikasti punkturinn í M5 pakkanum, og hugsanlega viljandi. Ég er ekki hrifin af því að setja of öflugar kúplingar á milli S62 og Getragsins því að maður á til að taka of mikið á hlutum sem eru öfga sterkir, og þá borgar einhver brúsann. Í þessu tilviki gæti það verið kassinn eða drifið sem myndi fara. Þess vegna er hugsanlega betra að nota bara orginal M5 kúplingu og keyra bara varlega í staðin.
2. sterkari kúpling gæti vel verið réttlætanleg ef maður ætlar í aukið afl, þá á orginal M5 kúplingin bara ekki séns, þó maður keyri venjulega.
3. það er dýrt að skipta um kúplingu, sérstaklega ef maður er duglegur að snuða, þá gæti swinghjólið verið ónýtt. Vinna á verkstæði er alltaf dýr, og þess vegna gæti verið réttlætanlegt að kaupa kúplilngu sem er eitthvað meira en 500nm án þess að vera eitthvað öfgatæki. Ef maður ætlar að eiga M5-inn eitthvað lengur en einn líftíma OEM kúplingar þá gæti verið sparnaður í vinnu að kaupa endingarbetri kúplingu. Bara muna að taka ekki meira á bílnum bara að því að einn slitflötur er orðinn sterkari.
4. Ég PERSÓNULEGA myndi EKKI kaupa mér kúplingu á netinu nema að viðkomandi aðili væri MJÖG stór. Það hafa verið í gangi ódýrar Sachs kúplingar á ebay sem eru gallaðar og þess vegna ódýrari. Það er til póstur um þetta á
www.m5board.com undir E39 foruminu en ég fann það ekki þegar ég leitaði. Þar var einhver sem vissi um þessar SACHS gölluðu.
Niðurstaðan:
Ekki spara í varahlut þegar viðgerðin sjálf er dýrari en hluturinn. Ekki kaupa þér sterkari kúplingu og keyra svo eins og bíllinn í heild hafi orðið sterkari.
Kaupa eitthvað sterkari kúplingu, en keyra svo eins og maður

hljómar eins og bull en meikar sence.