Jss wrote:
Plús það náttúrulega að þetta er ekki sama vara.

Ég hef þá eina spurningu varðandi þetta þar sem ég er með einn hlut (á eflaust við fleiri) sem mér finnst ekki eiga við þetta svar.
Þar sem mér vantaði kveikjulok um daginn kannaði ég verðið hjá bæði B&L og TB, kveikjulokið var næstum því 50% dýrara hjá B&L heldur en hjá TB. Kveikjulokið sem ég keypti hjá TB var frá Bosch og ég tel mig hafa verið að kaupa nákvæmlega sömu vöru hjá TB og hjá B&L í þessu tilviki nema kannski að eini munurinn var að kveikjulokið sem ég keypti var ekki merkt BMW heldur Bosch. Getur það ekki passað?
Mér finnst líka allt í lagi að fólk segi sína skoðun á því hvernig þjónustan í viðkomandi fyrirtækjum er til að gefa öðrum hugmynd um hvernig þjónustu viðkomandi á eftir að fá hjá þeim. En þó ber að varast að fara strax með þetta á opin spjallborð og drulla yfir viðkomandi fyrirtæki án þess að hafa reynt að fá skýringu á þeirri þjónustu sem viðkomandi aðili hefur fengið hjá því fyrirtæki sem hann hefur verslað við.
Ég hef fengið mjög góða þjónustu hjá B&L og hef ekkert út á þá að setja nema varahlutaverð en eins og hefur áður komið fram í þessum þræði verða menn að átta sig á því að BMW eru dýrir bílar og maður verður að reikna með að rekstrarkostnaður á þeim er ekki ódýr. Maður borgar fyrir gæðin.
