Úff hvað ég hefði verið til í að stela bókstaflega sumum hraðahindrunum þegar ég átti minn svarta
Quote:
Hraðahindrunum, sem voru í götunni Hrafnakletti í Borgarnesi, var stolið í nótt, að því er kom fram í fréttum Sjónvarpsins í kvöld. Þeir sem voru að verki hafa lagt á sig umtalsverða vinnu því þessar tvær hraðahindranir sem stolið var voru hvor um sig skrúfaðar niður með tæplega 40 boltum.
Fram kom í fréttum Sjónvarpsins, að hraðahindranirnar hafi farið í taugarnar á sumum ökumönnum vegna þess að þær hafa þótt háar og brattar.
Stuldurinn hefur verið kærður til lögreglu.
Spurning hvort þetta hafi verið Aron?
Tekið af mbl.is