jens wrote:
Hey þú ert kominn með bílinn svo eftirleikurinn tekur bara tíma, ekkert liggur á er það. Ef ég fer að hugsa um allt það sem ég á eftir í mínum þá sofna ég ekki en það verður allt gleymt þegar það er búið. Hvaða model er þetta og hvað er í bílnum td. drif og svoleiðis.
1987 árgerð, 1600 4A-GE mótor náttúrulega, ólæst drif í henni sem stendur, en ég var búinn að verða mér úti um læst drif í hana sem ég lét með.. og fæ aftur með henni. Svo það verður keyrt á orginal læsingu til að byrja með, svo þegar margt annað verður komið, þá fer maður að skoða TRD og álíka dót
Jón Ragnar wrote:
Til hamingju!

Hlakka til að fá að vinna í þessum með þér

Þakka þér.. og já.. nú verða "ég þarf að gera ?? með konunni" afsakanir ekki lengur teknar gildar.. þú verður píndur áfram
zazou wrote:
Ég ber mikla virðingu fyrir mönnum sem eiga sér einn svona drauma drauma bíl. Rúnar þú gerir þennan tip top

Þó öðrum finnist þetta undarlegur draumabíll, þá er mér bara alveg sama um þeirra skoðun. Ég veit hvað mér finnst og stend fast við það
Og það verður ekkert gert í þessum bíl nema það sé til fé til að gera það almennilega. Ekkert hálfkák eða skítamix. Enda ekki minn stíll yfirhöfuð að skítmixa..
mmc_evo8 wrote:
Til hamingju

hvað er eiginlega langt síðan að þú seldir hann?
3-3&1/2 ár eða eitthvað um það bil, minnir mig.
Jss wrote:
Innilega til hamingju með þetta, verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér.

Þetta kemur til með að verða langt og hægt ferli.. en ólíkt því sem gerðist með BMW bílana... þá mun ég EKKI missa áhugann á að gera þessa góða
