[quote="Ég vakti ekki máls á þessu. Mér er illa við dylgjur og ef menn vilja tjá sig um svona mál þá skil ég ekki afhverju þeir geta ekki bara komið hreint fram í stað þess að gera meira eða minna úr hlutunum en efni standa til. Ef það hefur farið fyrir brjóstið á þér að ég hafi vísað í opinber gögn sem eru öllum aðgengileg á internetinu, þá verður þú bara að eiga það við sjálfan þig
Annars er þetta fáránleg umræða og þó að maðurinn hafi hlotið dóm og greitt sína skuld til samfélagsins þá er ekkert þar með sagt að hann sé verri bílainnflytjandi en hver annar

[/quote]
Vissulega fáráneg umræða en ég er að sjálfsögðu ekki sammála hvað er fárálegt við hana. Og vissulega var bent á gögn sem öllum eru aðgengileg en ég leyfi mér að efast um að margir hefðu farið að leita að þeim.
EN, whatever, mér fannst bara rétt að benda á þetta, sama hver upphafsmaður málsins nú var. Og ég á í fínu sambandi við sjálfan mig þakka þér fyrir.
Ég var ekki með neinar dylgjur að mínu mati, enda þekki ég ekki neinn aðila málsins, var einungis að lýsa skoðunum mínum sem ég og stend við og er vanur að koma ansi vel hreint fram í mínum málum og biðst um leið forláts ef ummæli mín hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum.
En, enn og aftur, each to his own.
Fleiri verða mín orð ekki um þetta allavega.
G