Ég ætla að láta frá mér Bmwinn því ég sé mér ekki fært að geta haldið honum uppi næstu árin. Ég er að fara að byrja í háskólanum núna í haust og gerist því fátækur námsmaður. Maður verður að kæfa bíla dellunna í nokkur ár til að geta keypt sér alvöru tæki þegar maður byrjar að þéna meira.
Þetta er 325i árg 92. keyrður 211.000 Þús. Hann var fluttur inn árið 1996.
Litur Alpinweiss (hvítur)
Vél m50 24v 2,5L 192 hestöfl
skipting 5gíra beinskipting
búnaður í bílnum er
-Topplúga
-Lsd (læst drif) -Sportstýri (3ja arma)
-leðurskíðapoki
-Rafmagn í rúðum
-Rafmagn í speglum
-Blá innrétting og sæti
-Þokuljós
-Spoiler
-Minni aksturstölvan
-ABS bremsur
-6 hátalarar
-Útvarp/cd
-Vökvastýri
Það var sett ný kúppling í bílinn í fyrra sumar(2005) og skipt um allar pakkdósir á grírkassanum og aftan á vélinni. Sem og að bíllinn var lækkaður með 40/40 gormum.
Á því tímabili sem ég hef átt bílinn hef ég gert eftirfarandi.
- Nýr Vatnskassi
- Nýr Vatnslás
- Ný Vatnsdæla
- Ný Viftukúpling
- Nýr Súrefnisskinjari
- Ný kerti
- Nýr rafgeimir
- Skipt um háspennukefli
- Nýjar Bremsur að aftan
- Glær Stefnuljós !!! ekki lengur þessi gulu ógeð.
- Skipta um legu að aftan
- Nýja púða í Drifskaftið og á gírkassan
- Nýja Drifskaftsupphengju
Svo bíða nokkrir hlutir uppí skáp hjá mér eftir að komast á bílinn.
- Nýjan M3 stuðara
- Auðvitað Kastara í hann
- Allir listar nýjir að sjálfsögðu.
Eruð þið að djóka í mér, Fann glæ ný continental dekk setti þau á felgurnar mínar hringdi í Arnar félaga minn sem átti bílinn á undan mér hittumst uppá húsgagnarhallarplaninu og við kláruðum þau á 10 MÍNÚTUM !!! Ég hef ekki skemmt mér svona vel óóóhugnarlega lengi ! Er engum sem vantar DRIFT-MASKÍNU fyrir driftkeppnina á næstu helgi? Við erum að tala um þéttan bíl.
Ef kaupandinn keppir í keppninni þá get ég útvegað dekk til að mökka í keppninni.
Users browsing this forum: No registered users and 121 guests
You cannot post new topics in this forum You cannot reply to topics in this forum You cannot edit your posts in this forum You cannot delete your posts in this forum