Jæja, ég bara VERÐ að svara þessu
Chrome wrote:
Þú mátt vera með glærar filmur að framan, svo er alltaf eitthvað frumvarp sem er "á leið" í gegnum vort þing um að leyfa 25%Skyggingu í hliðarrúður að framan og 5% í framrúðu...en það eru ár síðan það var í umræðu

Sú umræða hefur þá líklega verið í þínum vinaóp en ekki tengt þingi eða neinu svoleiðis, því að þessu umræða hefur aldrei farið á borð ríkisstjórnar. Og er ekki planað að gera það neitt.
X-ray wrote:
eingig er hægt að fá undanþágu vegna sjúkdóms, svo sem mígreni.
Nei, fólk með migreni er bent á sólgleruaugu ef það er í veseni.
Thrullerinn wrote:
Mér finnst óþægilegt að geta ekki séð hvað ökumenn eru að gera þegar
fremri rúðurn eru skyggðar. Segjum svo að allir væru með þessar rúður
skyggðar, það myndi einfaldlega gera ökumönnum erfiðara fyrir.
Ef fólk kvartar, bara að fá sér sólgleraugu..
Ég er á móti því að leyfa þetta, einfaldlega af ofangreindri ástæðu..
Hingað til hef ég haft mikið álit á þér, enda virðistu vera vitur maður með góðan bílasmekk.
En í alvöru talað, ertu virkilega að meina þetta?
Finnst þér þá líka óþæginlegt þegar nágrannar þínir draga fyrir stofugluggana? Eða svefnherbegið eða?
Hvað ætti að veita þér rétt til að sjá inní næsta bíl? Þér kemur nefninlega bara EKKERT við hvað sá eða sú er að gera í bílum í kringum þig.
Ertu þá að stara á fólk í bílum í kringum þig? Hvað er það sem þú ÞARFT svona að sjá?
Geirinn wrote:
Held reyndar að ef maður er með filmur þá eru mun meiri líkur á því að glerið fái eiginleika hnífsblaðs og skeri mann frekar heldur en ef maður er ekki með filmur því þá ætti glerið að perlast. Það er allavega þannig í fram- og afturrúðum.
Þetta er engann veginn satt, Glerið perlast þó svo að filman sé í rúðunni, en munurinn er sá. Þetta heldur perlunum saman, og í flest öllum tilvikum heldur rúðunni áfram á réttum stað.
Ég veit ekki með ykkur, en ég hef voða lítin áhuga á að fá rigningu af glerbrotum yfir mig. Hvað þá uppí mig eða í augun.
Ég hef rætt við lækni, og tjáði mér hann það að fólk sem lendir í bílveltum og eða hliðarárekstrum, þá kemur oft fyrir að það fólk lendi í augnskaða, og skerist mikið í andliti vegna þess að það rignir yfir það glerbrotum.
Það er hins vegar SANNAÐ mál, að með því að filma rúðu, þá nærðu að halda glerbrotunum saman. Og nærð þannig að forðast það að lenda í hættulegu glerregni.
Angelic0- wrote:
Það þarf 75% ljósbirta að komast í gegn....
Og má vera filmur... "RamLing" og ég spurðum bara í skoðunarstöðinni...
Og hann pældi ekki einusinni í því þegar að hann skoðaði bílinn !
Nei Viktor minn, þetta er engann veginn satt, það stendur í lögum að það sé með öllu óheimilt að þekja rúðu og skyggja á hana með einum eða öðrum hætti...
Sjálfur er ég með filmur, ég lít líka á það sem öryggistæki. Þetta er mjög gott þegar ég lendi í því að fá sól í gegnum hliðargluggann, ég veit að ég er öruggur ef ég lendi í því að fá bíl í hliðina. og þetta er einfaldlega mikið þæginlegra.
Svo er líka minsta mál í heimi að gera eins og lögreglan í USA gerir. Það er á mörgum stöðum þá er leyfilegt að hafa rúður skyggðar upp að vissu marki. Og eru þeir með lítin mæli sem er smellt yfir rúðuna, sem mælir hvað mikið ljósmagn kemst í gegn. Þetta eru lög sem ég vill fá í gegn hér á landi. Og ég tel að við bílaáhugamenn ættum að berjast fyrir því að fá þetta í gegn. Ekki eingöngu vegna þess að þetta er flott, heldur líka því að þetta gerir okkur öruggari í umferðinni.