iar wrote:
///M wrote:
go-kart brautin reykjanesbæ er með góða drift beygju og sama með motor-kross brautina eða hvað þetta er kallað... það er svosem ekker að því að halda spólkeppni eins og var í fyrra bara ekki kalla hana drift keppni
Það er nú varla mjög gaman að hafa driftkeppni með einni beygju...
En ég verð að segja að þetta var mjög gaman að horfa á í fyrra en brautin hefði mátt vera með meiri lykkjum, kannski koma fyrir áttu og/eða eins og hr. Hung bendir á fara fleiri hringi. Langar aflíðandi beygjur svipað síðustu beygjunni en kannski aðeins styttri. Með einhverjum svona breytingum og sleppa frísvæðunum eða amk. fækka í bara eitt í lokin, væri þetta kannski driftvænna?
Auðvitað er svæðið ekki stórt en með smá útsjónarsemi er örugglega hægt að gera góða hluti. Húsgagnaplanið er að mínu mati MJÖG áhorfendavænt með grasbrekkurnar fyrir áhorfendur. Kannski ekki eins gott fyrir keppendur með allar ójöfnurnar en ..

Mér persónulega fannst keppnin í fyrra mjög skemmtileg (var bara áhorfandi, keppti ekki). Maður sá mjög vel yfir svæðið, góð stemning og almennt fjör. Hún var bara haldin aðeins of seint að sumrinu og það var orðið aðeins of dimmt undir lokin.
Hvað þetta er nákvæmlega kallað böggar mig ekki, driftkeppni með spólívafi eða spól með driftívafi. Alveg eins hægt að rífast um það og hvað á að kalla 320i með 2.5L vél.

dude auðvitað skiptir máli hvað þetta heitir, hvað helduru að kvartmílukallarnir myndu segja ef einhver kæmi og héldi kvartmílukeppni sem væri td. lengir en kvartmíla og maður ætti að keyra hana fram og til baka,,,,,,þá væri það ekki kvartmílukeppni
-> og að segja að driftkeppni með einni beygju sé ekki skemmtileg ?????? að drifta gengur út á að drift beygjur og gefin eru stig fyrir hraða, angle og reyk. Þegar nýtt sport er innleytt í landið skiptir öllu að gera það rétt og einmitt byrja simple,,,með einni beygju...
ég hef ekkert á móti spólkeppnum það er mjög gaman að horfa á svoleiðis eins og síðast en það á samt ekki að auglýsa það sem eitthvað annað en það er....