atliorn wrote:
Strákar mér finnst þið vera alveg komnir út á tún með þessa umræðu og grunar sterklega að hér séu ansi margir sem eru með fullyrðingar en engan samanburð. Ég er algjörlega sammála Fart að því leiti að auðvitað skiptir það máli hvernig bíllinn er ekinn og það eru mjög fáir 99-00 bílar hér á götunni sem er e-ð varið í það að eiga í samanburð við 2002 bílana, ég hef átt bæði 99 og 2002 bíl og get sagt það alveg sama hvað þið segið að það er virkilegur munur á þessum bílum, ég held að það séu örfáir e39 m5 bílar hér á götunni sem ég hef ekki prufað. Svo er það verðið ef þú biður innflytjanda um að flytja inn ford f-350 pickup þá kostar það þig svona 200-300þ kr í þóknum sem er alls ekkert óeðlilegt því hann tekur alla ábyrgð, það er ekkert öðruvísi með þessa m5 bíla, ásett verð er ekki söluverð þetta vita allir sem hafa átt einhver bílaviðskipti menn setja hátt ásett verð til að verjast uppítöku og þá borga menn frá ásettu verði í ásett verð, svo má alltaf fara hina leiðina líka úr söluverði í söluverð bara alltaf spurning um að rétt verð sé á báðum bílum. Svo sagði einhver að lánin séu að skemma verðin þetta er tómt rugl ef maður kemur með veðbandalausann bíl og setur hann uppí bíl með láni þá er lánið borgað niður um milligjöf og lánið fært svo yfir á uppítökubílinn. Menn þurfa aðeins að skoða það að kaupa óséðan bíl er ekki það sama og hafa hlutinn í höndonum og það er ekkert óeðlilegt að borga einhverjum aðili 200-300þ fyrir að annast allt vesen og geta þá hætt við ef bíllinn stenst ekki það sem talað var um. !!!!!!!
Af hverju er umræðan komin út á tún?
Þó svo að þú hafir átt bæði 99 og 02 bíl og það sé mikill munur á þeim, þá getur vel verið að 99 eintakið hafi verið slæmt og hitt gott. Kannski hefur þú ekki hitt á gott 99 eintak ennþá.
Ég hef átt 2 E34 M5 bíla, þeir voru svipaðir í árgerðum en munurinn á þeim var gríðarlegur. Annar var eins og 5 árum nýrri bíll.
Hefur þú virkilega prufað einhverja 30 M5 bíla hér á landi?????? Það má vera en mér finnst það bara svo ótrúlegt að heyra.
Smári tekur ekki 2-300 þúsund fyrir að flytja inn bíl fyrir þig. Það er of mikil þóknun að mínu mati, finnst sanngjarnt upp að 150þús. eftir hversu mikið mál var að ná honum (hvert þurfti að ná í hann, vaskurinn af, þurfti að kaupa ný dekk osfrvs).
Það þýðir ekkert að segja að "það setja allir hátt ásett verð til að verjast uppítöku" Þetta er eins og að vera úr tengslum við umheiminn. Ásett verð verður að endurspegla markaðsverð. Markaður okkar er Evrópa, það er ekkert tiltökumál að flytja inn bíl. Hvernig á það að ganga upp ef menn borga frá ásettu verði til ásetts verðs? Á ég þá bara að setja það sem ég vil á bílinn minn??? Ásett verð hlýtur að verða að hafa eitthvað á bakvið sig, það eina sem það getur verið er markaðsvirði bílsins. Ef einhver heldur öðru fram þá vil ég gjarnan sjá hann sanna að hann geti fengið meira fyrir bíl heldur en markaðsvirði hans. Ókei, kannski setur maður rétt ríflega markaðsvirði, svona kannski 10% í mesta lagi til að hafa svigrúm til að lækka sig.
Ef ég kem með bílinn minn, 96 árgerð og set hann upp í 99 árgerð, ætlar þú þá að færa lánið yfir á 10 ára gamla bílinn minn???
Ég segi það aftur og stend fastar á því en fótunum að lánin eru að skemma ásett verð hér á landi. Lánin eru að hækka (gjaldeyrislánin) og það endurspeglar það sem er áhvílandi á bílunum.