bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 25. May 2025 20:41

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 79 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3, 4, 5, 6  Next
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Jul 2006 12:06 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Mín reynsla af pre/post facelift er þannig að ég fann nánast ENGAN mun og ekki heldur eigandi Facelift bílsins. Við áttum báðir E39M5 á þessum tíma, minn var númer 3 á landinu og hans nr 5 eða 6. Sá Facelift er þvílíkur moli, mjöög góður. Minn pre-face var líka mjög góður.

Anyway.. við fundum akkúrat engan mun á bílunum, enda báðir eknir svipað þí það væri 1.5 ár á milli þeirra. Eini munurinn sem ég fann (og mig minnir hann líka) var þykktin á stýrinu, en það gaf manni aðeins meira feel. Persónulega þótti mér það óþægilega þykkt í fyrstu, en eftir að ég settist aftur upp í minn þá fannst mér sýrið á mínum hálf ræfilslegt.

IMO held ég að eintakið gæti verið að fokka í þér Nonni, hugsanlega líka það fact að þinn er með Comfort sætunum, og því er rædið væntanlega allt annað. Svo gæti þetta líka oltið á mismunandi dekkjum.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Jul 2006 12:17 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sat 04. Mar 2006 18:24
Posts: 868
Location: Kópavogur
saemi wrote:
burgerking wrote:
Ég fór með minn uppí bogl.. Þeir sögðu við mig að ásett á minn samkvæmt þeirra tölvu væri ~5.250þús ATH. án aukahluta
(og talaði um að hver aukahlutur myndi telja mikið)

en auðvitað er það ekki raunhæft.. svo ég set minna á hann en það

og já ég spurði þá hvað þeir myndu taka hann uppí á mikið.. gaurinn sagði um 4.5... en hann mældi með því að ég myndi setja hann í blaðið og fá meira fyrir hann þar..

Kveðja Hannes


Þá held ég að þeir ættu að fara að vakna og lykta af kaffinu.

Síðast þegar ég vissi þá telja aukahlutir ekki með þegar verið er að spá í endursölu. Ekki nema kannski leður og felgur.

Ef þeir setja 5.250þús á þennan bíl.... ja þá bara segi ég að það gæti tekið tíma að selja hann :!:


Enda setti ég hátt í milljón minna á hann en þeir sögðu :)

_________________
e36 316 Touring 1998
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Jul 2006 12:19 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
atliorn wrote:
Strákar mér finnst þið vera alveg komnir út á tún með þessa umræðu og grunar sterklega að hér séu ansi margir sem eru með fullyrðingar en engan samanburð. Ég er algjörlega sammála Fart að því leiti að auðvitað skiptir það máli hvernig bíllinn er ekinn og það eru mjög fáir 99-00 bílar hér á götunni sem er e-ð varið í það að eiga í samanburð við 2002 bílana, ég hef átt bæði 99 og 2002 bíl og get sagt það alveg sama hvað þið segið að það er virkilegur munur á þessum bílum, ég held að það séu örfáir e39 m5 bílar hér á götunni sem ég hef ekki prufað. Svo er það verðið ef þú biður innflytjanda um að flytja inn ford f-350 pickup þá kostar það þig svona 200-300þ kr í þóknum sem er alls ekkert óeðlilegt því hann tekur alla ábyrgð, það er ekkert öðruvísi með þessa m5 bíla, ásett verð er ekki söluverð þetta vita allir sem hafa átt einhver bílaviðskipti menn setja hátt ásett verð til að verjast uppítöku og þá borga menn frá ásettu verði í ásett verð, svo má alltaf fara hina leiðina líka úr söluverði í söluverð bara alltaf spurning um að rétt verð sé á báðum bílum. Svo sagði einhver að lánin séu að skemma verðin þetta er tómt rugl ef maður kemur með veðbandalausann bíl og setur hann uppí bíl með láni þá er lánið borgað niður um milligjöf og lánið fært svo yfir á uppítökubílinn. Menn þurfa aðeins að skoða það að kaupa óséðan bíl er ekki það sama og hafa hlutinn í höndonum og það er ekkert óeðlilegt að borga einhverjum aðili 200-300þ fyrir að annast allt vesen og geta þá hætt við ef bíllinn stenst ekki það sem talað var um. !!!!!!!


Af hverju er umræðan komin út á tún?

Þó svo að þú hafir átt bæði 99 og 02 bíl og það sé mikill munur á þeim, þá getur vel verið að 99 eintakið hafi verið slæmt og hitt gott. Kannski hefur þú ekki hitt á gott 99 eintak ennþá.

Ég hef átt 2 E34 M5 bíla, þeir voru svipaðir í árgerðum en munurinn á þeim var gríðarlegur. Annar var eins og 5 árum nýrri bíll.

Hefur þú virkilega prufað einhverja 30 M5 bíla hér á landi?????? Það má vera en mér finnst það bara svo ótrúlegt að heyra.

Smári tekur ekki 2-300 þúsund fyrir að flytja inn bíl fyrir þig. Það er of mikil þóknun að mínu mati, finnst sanngjarnt upp að 150þús. eftir hversu mikið mál var að ná honum (hvert þurfti að ná í hann, vaskurinn af, þurfti að kaupa ný dekk osfrvs).

Það þýðir ekkert að segja að "það setja allir hátt ásett verð til að verjast uppítöku" Þetta er eins og að vera úr tengslum við umheiminn. Ásett verð verður að endurspegla markaðsverð. Markaður okkar er Evrópa, það er ekkert tiltökumál að flytja inn bíl. Hvernig á það að ganga upp ef menn borga frá ásettu verði til ásetts verðs? Á ég þá bara að setja það sem ég vil á bílinn minn??? Ásett verð hlýtur að verða að hafa eitthvað á bakvið sig, það eina sem það getur verið er markaðsvirði bílsins. Ef einhver heldur öðru fram þá vil ég gjarnan sjá hann sanna að hann geti fengið meira fyrir bíl heldur en markaðsvirði hans. Ókei, kannski setur maður rétt ríflega markaðsvirði, svona kannski 10% í mesta lagi til að hafa svigrúm til að lækka sig.

Ef ég kem með bílinn minn, 96 árgerð og set hann upp í 99 árgerð, ætlar þú þá að færa lánið yfir á 10 ára gamla bílinn minn???

Ég segi það aftur og stend fastar á því en fótunum að lánin eru að skemma ásett verð hér á landi. Lánin eru að hækka (gjaldeyrislánin) og það endurspeglar það sem er áhvílandi á bílunum.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Jul 2006 12:22 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Fri 09. Jun 2006 22:20
Posts: 113
Location: 3. hæð :-)
Varðandi verðmat umboðsins þá fékk ég þær upplýsingar þegar ég fór með minn 530d M-Optik sem ég var að flytja inn, að þeir geta eingöngu sett inn í verðmatið þá hluti sem voru í boði hjá B&L framleiðsluár bílsins. Þannig er t.d. alls kyns búnaður í mínum sem þeir buðu ekki upp á og hann vantar algjörlega í þeirra verðmat. Þeir viðurkenndu það fúslega og eftir smá athugun á netinu þá er hann töluvert hærri en þeirra mat segir til um.

Með litinn Sæmi, væri þá ekki lag að fá einhvern lakkskemmdan á lægra verði að utan miðað við árgerð (vegna lakkskemmda) og sprauta hann Imolarot? 8) Bara hugmynd...

_________________
At the speed of sound, what is the sound of speed?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Jul 2006 12:24 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Tue 29. Oct 2002 15:06
Posts: 866
smá comment.... stutt og laggott...

ég er ekki séní í bmw þó búinn að eiga þá nokkra M5 2 stk. 1999 2 stk 2000 þar af einn umboðs ekinn 47.000 þá. 3 stk 2002 +, á 1 stk 2002 og 1 stk. 2003 i tolli.

Það er stór munur á t,d 2000 og 2002 bílum
ástæðan hlítur að vera sú að frá 1998 þegar fyrstu e-39 m5 koma hlítur að vera einhver þróun í undirvagni bílsins og annað.... td. fóðringar stífur og svoleiðis. þó svo að ekki sé verið að flagga því.....
málið er að nýrri bílarnir eru nýrri þéttari og betri það er bara þannig óháð keyrslu innan marka þó.... svo er meðferð bílsins líka aðal atriðið...

Þannig að menn sem hafa engan samanburð eiga ekkert að vera með fullyrðingar.....

p.s. þetta er ekkert sölutrix. bara staðreynd..... enda er verðmunur á bílunum, það er eðlilegt.

kv
bæzi
8982832


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Jul 2006 12:35 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
camaro F1 wrote:
smá comment.... stutt og laggott...

ég er ekki séní í bmw þó búinn að eiga þá nokkra M5 2 stk. 1999 2 stk 2000 þar af einn umboðs ekinn 47.000 þá. 3 stk 2002 +, á 1 stk 2002 og 1 stk. 2003 i tolli.

Það er stór munur á t,d 2000 og 2002 bílum
ástæðan hlítur að vera sú að frá 1998 þegar fyrstu e-39 m5 koma hlítur að vera einhver þróun í undirvagni bílsins og annað.... td. fóðringar stífur og svoleiðis. þó svo að ekki sé verið að flagga því.....
málið er að nýrri bílarnir eru nýrri þéttari og betri það er bara þannig óháð keyrslu innan marka þó.... svo er meðferð bílsins líka aðal atriðið...

Þannig að menn sem hafa engan samanburð eiga ekkert að vera með fullyrðingar.....

p.s. þetta er ekkert sölutrix. bara staðreynd..... enda er verðmunur á bílunum, það er eðlilegt.

kv
bæzi
8982832


Nákvæmlega. Það skil ég vel að munurinn sé að nýrri bíll er nýrri bíll. Það munar mestu um stífleika og "solid" tilfinningu. Nýrri bíll er alltaf meira solid en eldri bíll (sami akstur).

Það sem ég er bara að segja að fyrir mitt leyti þá er ég til í að fórna "solidness" fyrir pening. Þetta hefur bara með það að gera. Ef ég ætti skítnóg af seðlum myndi ég að sjálfsögðu fá mér sem nýjastan og minnst notaðan bíl.

Fyrir mitt leyti þá er ég að tala um 6 ára gamla bíla, mín meining er að 6 ára gamall bíll hér á Íslandi sé ekki betri en 6 ára gamall bíll frá Þýskalandi og eigi þ.a.l. ekki að kosta meira hér á landi en þar.

Eitt sem ég gleymdi líka með lánin, það er að það sem er líka að skemma svo fyrir er að markaðsvirði bílanna lækkar hraðar en afborganirnar af lánunum. Þetta gengur kannski á venjulegum Subaru eða Toyotu, en þegar komið er út í svona bíl, sem hrapar gjörsamlega niður í verði, þá stendur lánið eftir miklu hærra en virði bílsins.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Jul 2006 12:36 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sat 04. Mar 2006 18:24
Posts: 868
Location: Kópavogur
camaro F1 wrote:
smá comment.... stutt og laggott...

ég er ekki séní í bmw þó búinn að eiga þá nokkra M5 2 stk. 1999 2 stk 2000 þar af einn umboðs ekinn 47.000 þá. 3 stk 2002 +, á 1 stk 2002 og 1 stk. 2003 i tolli.

Það er stór munur á t,d 2000 og 2002 bílum
ástæðan hlítur að vera sú að frá 1998 þegar fyrstu e-39 m5 koma hlítur að vera einhver þróun í undirvagni bílsins og annað.... td. fóðringar stífur og svoleiðis. þó svo að ekki sé verið að flagga því.....
málið er að nýrri bílarnir eru nýrri þéttari og betri það er bara þannig óháð keyrslu innan marka þó.... svo er meðferð bílsins líka aðal atriðið...

Þannig að menn sem hafa engan samanburð eiga ekkert að vera með fullyrðingar.....

p.s. þetta er ekkert sölutrix. bara staðreynd..... enda er verðmunur á bílunum, það er eðlilegt.

kv
bæzi
8982832



Þennan sem ég er að selja :)

_________________
e36 316 Touring 1998
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Jul 2006 12:36 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
MRA530d wrote:
Með litinn Sæmi, væri þá ekki lag að fá einhvern lakkskemmdan á lægra verði að utan miðað við árgerð (vegna lakkskemmda) og sprauta hann Imolarot? 8) Bara hugmynd...


Maður gerir ekki svoleiðis. Það kostar $$$$ að gera vel, það mikið að það myndi aldrei borga sig nema á miklu dýrari bíl.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Jul 2006 12:39 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Fri 09. Jun 2006 22:20
Posts: 113
Location: 3. hæð :-)
Roger :)

_________________
At the speed of sound, what is the sound of speed?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Jul 2006 12:43 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Eitt í þessu sem á ekki bara við bílamarkaðinn..

Ef Högnun (eða arbitrage) á sér stað milli tveggja markaða þá finnur hún sér alltaf jafnvægi, það tekur kanski lengri tíma á bílamarkaðnum en t.d. hlutabréfa.

Ef ég get keypt eitthvað hlutabréf á einum markaði, en selt það á öðrum þá er það högnun og eðlilegt ferli þannig mismunar er að hann eyðist út eftir því sem fleir taka þátt í því.

Eðlileg högnun á milli bíls í Þýskalandi og bíls á Íslandi getur alveg átt sér stað sem verðlögð áhætta við innflutning (áþreifanlegur bíll vs óáþreifanlegur bíll í útlöndum) og á meðan fáir bílar eru til sölu eða fáir eru að stunda þettá þá getur óeðlilega mikil högnun átt sér stað. En um leið og fleiri taka sig til og flytja inn bíl þá eyðist högnunin út.

Það á við bíla eins og aðra hluti að þeir eru bara virði þess í peningum sem fæst fyrir þá. Alveg sama hvað umboð/bílasalar/seljendur segja að þeir eiga að kosta, þá eru þeir ekki endilega þess mikils virði. Virðið endurspeglaast í samningnum.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Jul 2006 12:47 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Thu 08. Sep 2005 16:19
Posts: 17
hehe, auðvitað er ég sammála því að þeir sem eru með gengislán geta lent í vandræðum, en það er ekki á ábyrgð kaupanda, það sem ég meinti með ásettu verði í ásett verð er auðvitað innan skynsamlegra marka, eðlilegast væri eins og þú sagðir að ásett verð væri 10% yfir raunhæfu verði en ég get alveg sagt þér það að menn eru alls ekki sáttir við 10% afslátt eða oftast ekki tala nú ekki um ef menn eru að borga í staðgreiðslu. Málið er bara það að markaðurinn er orðin það brenglaður að það verður að setja ansi hátt á bílana svo dæmið gangi upp. En það þarf í rauninni ekkert að ræða munin á verði á 2002 og svo 99 modeli. En allir bílarnir eru eins misjafnir og þeir eru margir það er bara svoleiðis. En markaðsverð á aldrei að vera jafnhátt og innflutningsverð það er ekki raunhæft því það mundi virkilega skemma allann innflutning. En ég get samt sagt þér að maður verður að ná ansi góðu verði úti til að sjá einhvern hagnað því eins og þú sagðir sjálfur þá flytja menn bara bílinn sjálfi inn í staðinn fyrir að borga auka milljón.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Jul 2006 12:56 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
ég ætla ekki að fara útí neinn tæmandi lista hvað er öðruvísi, enda er þetta eitthvað sem égekki veit., heldur bara það sem mér hefur fundist
ég hef keyrt dáldið af E39 bílum, og finnst/fannst facelyft bílarnir bara einhvernveginn öðruvísi, eflaust hefur mikið um það að segja hversu nýrri þeir eru, og þá yfirleitt minna eknir

bæsi kemur inn á að það sé þróun í hlutum eins og stífum, fóðringum og öðru,
nú þekki ég þetta ekki eins í bmw, en í benz er sömu hlutunum oft margbreytt í gegnum framleiðslutíma bílsins, oft eru bílarnir komnir einmitt með allar fóðringar,enda og flr í enda framleiðslunar án þess að það sé nokkuð sem er verið að flagga og þegar maður kaupir varahluti í eldri bílin fær maður hlutin eins og hann er í yngri bílnum, stundum sér maður að það er búið að breyta hlutnum 4-6 sinnum í gegnum tíðina,

eins og ég segi þá veit ég ekki nákvæmlega hvernig þetta er með bmw-inn en myndi nú halda að þetta væri álíka, þar sem þetta er sona líka þó það sé í minna magni í öðrum tegundum bíla sem ég er að vinna við,

t.d finnst mér alltaf dáldill munur að keyra E32 facelyft bíla heldur en eldri bílana,

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Jul 2006 13:19 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
fart wrote:
Það á við bíla eins og aðra hluti að þeir eru bara virði þess í peningum sem fæst fyrir þá. Alveg sama hvað umboð/bílasalar/seljendur segja að þeir eiga að kosta, þá eru þeir ekki endilega þess mikils virði. Virðið endurspeglaast í samningnum.


Nákvæmlega þetta segir allt sem segja þarf. Það skiptir ekki neinu máli hvað e-r tappar setja á bílana eða hvað vatnsgreiddir bílasalar segja að hægt sé að setja á bílana.

Held að það sé bara reiknisdæmi hjá B&L hvort þeir taki bíla sem eru innfluttir notaðir uppí eða ekki. Ef ég ætti bíl sem væri innfluttur notaður snyrtilegur vel búinn verðlagður á um 2milljónir og vildi staðgreiða milligjöf í nýjan m5 e60 þá held ég að það væri alveg hægt að semja um uppítöku. B&L flytja inn bíla, varahluti og veita tengda þjónustu til þess eins að hagnast á því.

Þessi gjaldeyrislán eru ekki alveg það sniðugasta. Myndi ekki fá mér bílalán í erlendri mynt eins og krónan hagar sér. En það eina sem gerist ef áhvílandi upphæð er hærri en það verð sem menn vilja greiða fyrir bílinn þá tapar lántakinn. Ef sá sem kaupir bílinn yfirtekur bíl með 100% láni þá er það hans ákvörðun að taka bíl á yfirverði. Ef eigandinn getur ekki greitt lánið þá fær lánastofnunin hann og selur aftur og þeirra verður tapið ef áhvílandi upphæð er hærri raunvirði bílsins og lántaki er bara með 1. veðrétt.

En það mun alltaf komast jafnvægi á þetta og framboð/eftirspurn munu stýra verðinu en ekki ásett verð.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Jul 2006 13:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Varðandi erlend lán:

Ég held að menn átti sig ekki á því hvað gjaldmiðlar sveiflast mikið, eða geta sveiflast mikið ef þeir eru reiknaðir á móti okkar frábæru íslensku Krónu.

IMO þá er ekkert vit í því fyrir "venjulega" Íslendinga sem eru ekki "on top of things" hvað efnahagsmál og gjaldeyrisviðskipti varðar að taka lán í Erlendum myntum.

Það er mikið risk að taka Erlent lán ef tekjustreymi þitt er eingöngu í krónum, þrátt fyrir að vaxtamunurinn freisti þá geta gjaldmiðlar hrunið.

EN svo er annað. Gengistryggð lán (sem og óverðtryggð) eru mjög framþung. T.d. hækka næstu afborganir VERULEGA á gengistryggðum lánum ef mótgjaldmiðillinn lækkar skyndilega, sama á við með óverðtryggð lán ef vextir hækka mikið.

Verðtryggð lán eru hinsvegar afturþung, og verðtryggingin leggst á aftari hluta lánsins, sem þýðir að næstu afborganir hækka ekki mikið þó svo að verðbættur höfuðstóll geri það.

Ef hækkanir á láninu sjálfu (höfuðstólnum) eru bornar saman þá skiptir ekki öllu máli hvort lánið er verðtryggt/óverðtryggt/gengistryggt, höfðustóllinn hækkar. En í þessu er gengistryggða lánið samt hættulegast þar sem krónan hefur veikst skyndilega, vextir hafa hækkað í Eurolandi og annarstaðar og næstu afborganir hafa því hækkað all svakalega.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Jul 2006 16:49 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
fart wrote:
Varðandi erlend lán:

Ég held að menn átti sig ekki á því hvað gjaldmiðlar sveiflast mikið, eða geta sveiflast mikið ef þeir eru reiknaðir á móti okkar frábæru íslensku Krónu.

IMO þá er ekkert vit í því fyrir "venjulega" Íslendinga sem eru ekki "on top of things" hvað efnahagsmál og gjaldeyrisviðskipti varðar að taka lán í Erlendum myntum.

Það er mikið risk að taka Erlent lán ef tekjustreymi þitt er eingöngu í krónum, þrátt fyrir að vaxtamunurinn freisti þá geta gjaldmiðlar hrunið.

EN svo er annað. Gengistryggð lán (sem og óverðtryggð) eru mjög framþung. T.d. hækka næstu afborganir VERULEGA á gengistryggðum lánum ef mótgjaldmiðillinn lækkar skyndilega, sama á við með óverðtryggð lán ef vextir hækka mikið.

Verðtryggð lán eru hinsvegar afturþung, og verðtryggingin leggst á aftari hluta lánsins, sem þýðir að næstu afborganir hækka ekki mikið þó svo að verðbættur höfuðstóll geri það.

Ef hækkanir á láninu sjálfu (höfuðstólnum) eru bornar saman þá skiptir ekki öllu máli hvort lánið er verðtryggt/óverðtryggt/gengistryggt, höfðustóllinn hækkar. En í þessu er gengistryggða lánið samt hættulegast þar sem krónan hefur veikst skyndilega, vextir hafa hækkað í Eurolandi og annarstaðar og næstu afborganir hafa því hækkað all svakalega.


:P Það brakar í hausnum á mér eftir þessa viðskiptfræði 101 :P

Sumt þurfti ég nú að lesa tvisvar.

En já, það hefur ekki komið vel út núna, með þessi gjaldeyrislán þegar bæði vextirnir og gengið hafa lagst saman á um að hækka afborganirnar verulega. Kannski sök sér þegar maður er með tekjur í erlendri mynt, það bætir þetta, en fyrir mann með tekjur í íslenskum krónum þá er þetta assgoti hart. Nógu erfitt að eiga við bara vextina!!

Annars fannst mér þetta svolítið skondið, ég fór núna áðan að afla mér upplýsinga varðandi bílalán, þar sem það er frekar erfitt að "selja" bíl í dag án áhvílandi. Talaði við Lýsingu. Þar fékk ég þær upplýsingar að þeir veita ekki "neyslulán". Það kallast neyslulán þegar maður eins og í mínu tilfelli ætlar að fá lán á bíl sem hann á þegar skuldlausan. Það er ekki hægt, nei takk. Þá spurði ég hann hvernig það væri ef maður væri að flytja inn bíl, hvort þeir lánuðu ekki á notaða bíla þannig. Jújú, það er alveg hægt. Þá fær maður lán. Ég er ekki alveg að skilja hvernig það er skárra, .. að það sé ekki neyslulán að kaupa sér bíl að utan (eða nýjan), en það sé neyslulán að fá sér lán á bíl sem maður á þegar.

Finnst þetta alveg stórkostlegt að koma inn á virðulega stofnum sem þessa og fá svo að heyra svona hundalógík. Segja svo að það sé stefna fyrirtækisins að gera þetta svona. Ja hérna, ekki stuðlar þetta beint að hagkvæmni í þjóðfélaginu þegar það er auðveldara að flytja inn fleiri bíla heldur en að eignast þá sem eru þegar til hérlendis.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 79 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3, 4, 5, 6  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 34 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group