Sælir kraftsmenn.
Ég fór út á fimmtudaginn síðasta og fjárfesti mér í nýju hjóli. Þetta á etv. ekkert heima hérna en ég set þetta samt inn. Hjólið er Yamaha Fazer 1000, 2001 módel.
Nú er maður aðeins búinn að fá að kynnast tækinu og eins og við var að búast er ég mjög sáttur enn sem komið er. Nú krafturinn er ekki af verri endanum, 143 bhp og 101 NM, en kannanir segja að hjólið sé að skila 120 bhp í afturdekk sem verður að teljast ásættanlegt.
Nú ásetan er afskaplega góð, afslöppuð að því marki að maður situr nokkuð uppréttur en samt þannig að maður á auðvelt með að beygja sig ofan í kúpuna ef að þannig vill til. Kúpan er ótrúlega góð miðað við það hversu lítil hún er en á þjóðvegahraða finnur maður ekki fyrir vindi að neinu marki utan þess að maður heyrir gnauðið í hjálminum, alls ekkert tog undir hjálm eða slíkt sem getur orðið mjög þreytandi ef maður fer út fyrir bæjarmörk.
Ég er mjög sáttur við útlitið á hjólinu, það er bæði afskaplega kúl hönnum en einnig mjög vel farið, nánast eins og nýtt. Td. er ég ótrúlega sáttur við baksvipinn, gaman að sjá 180 dekk að aftan: BUTCH!.
Aksturseiginleika virðast nokkuð góðir þó ég hafi etv. ekki almennilegan samanburð, enda hef ég ekki verið iðinn við að prófa hjól hjá öðrum. Þá er ég einnig ekki búinn að keyra þetta hjól nægjanlega til þess að geta tjáð mig almennilega um það.
Annars finnst mér það ekkert vera eins mikil viðbrigði, eins og ég bjóst við, að fara á svona öflugt hjól, maður passar sig bara enda er maður ansi snöggur að koma sér í vandræði. Ég er td. ekki ennþá búinn að botnagræjuna og eflaust líður nokkuð af sumri þangað til ég geri það. Mér finnst einhvernveginn betra að fara bara rólega í sakirnar.
Nú að lokum sendi ég bara inn nokkrar myndir af nýja dótinu. Takk fyrir.
