Jæja. Fyrir sérvitringa og eða hugaða.
518i bíll sem er búið að breyta í 528i bíl. Bíllinn er vínrauður á lit, ekki sanseraður og ekki með glæru. Ljóst leður er í bílnum.
Enn einu sinni asnaðist ég til að fara út í E28 föndur. Ég keypti sem sagt gamla ID brúna bílinn, sem var klessukeyrður. Ég tók allt dótið úr honum og setti í 518i bíl sem ég átti einu sinni og er allt of gott boddí til að sjá á eftir í pressuna, sem hann var á góðri leið með að fara í.
Í stuttu máli þá var brúni bíllinn rifinn í spað, það sem hægt var að nota úr honum sett í 518 bílinn og hann gerður að 528i bíl. BEINSKIPTUM! Reyndar var þetta svolítil tilraun, því að við M30 vélina er kassinn úr 518i bílnum sem er mjög sweeet kassi. Sá bíll var einungis ekinn 150.000.- km, á meðan ID var ekinn rétt yfir 200.
Þar sem M10 kassinn rúmar ekki M30 kúplingu, þá er M10 kúpling í bílnum. Hún er rétt aðeins ekki að höndla þjösn. Ef það er spyrnuskipt þá slúðrar hún. Ef beðið er með að standa bílinn þangað til kúplingin er búin að tengja þá er þetta í lagi. Til að fá þetta þannig að hægt sé að standa hann bláan þarf að setja sterkari kúplingspressu í bílinn.
En hann er VEL keyrandi svona og þetta er ekkert sem er að í allri venjulegri keyrslu. Bara ef menn vilja hafa þennan bíl til að flengja honum hægri og vinstri. Sem er mjög vel hægt. Því í þessum bíl er læst drif og hann höndlar mjög vel sem driftgræja. Fínt tog og góður gangur.
Boddíið er ofsalega heilt í þessum bíl, einn alheillegasti E28 bíll sem ég veit um á landinu (og víðar), ef ekki sá heillegasti. Hann er heillegri en gamli ID bíllinn. Það þarf að fara smá í boddíið á honum, sérstaklega að massa lakkið upp því þessi rauði litur fölnar svo ef það er ekki bónað reglulega. En lakkið er ekki ónýtt, það þarf bara að massa það upp. Það sem þarf að gera boddílega er að skipta um bretti bílstjóramegin. Það kostar klink. Sprauta það og smá sprunga í húddinu. Flögnuð málning á svuntunni sem væri gott að sprauta í leiðinni. Á verkstæði myndi ég giska á svona 30-40 þús í lakkvinnu og svona 7-10þús fyrir bretti. Þá er bíllinn líka
Það er ljóst leður í bílnum, fjarstýrðar samlæsingar, leðurstýri og HELLINGUR af nýju og góðu dóti.
Bremsur undan 635csi bílnum mínum með rákuðum diskum að framan. Nýjum E34 diskum og klossum að aftan, nýjum dempurum að aftan, gormum að framan, pústkerfið svo til nýtt.
Það er ábyggilega fullt sem ég er að gleyma. Þetta er bíll með mikinn karakter og mikla möguleika. Hann er ekki sniðugur fyrir e-n sem er með þumla á öllum, en frábært fyrir einstakling sem hefur gaman af að bretta upp ermarnar og dunda sér.
Það á eftir að setja rafmagnsrúðurnar í hann, OBC-ið, tengja hitann í sætin ofl (ef vilji er fyrir því, annars bara að hafa hann eins og hann er). En bíllinn er rock solid í akstri og virkar fínt. Að sjálfsögðu nýskoðaður (í byrjun árs), fór í gegn án athugasemdar!
Bíllinn selst á einhverjum 14 eða 15" felgum, ekkert spes felgum. En það er hægt að semja um ýmislegt sem maður á til og passar undir hann.
Þessi bíll er að sjálfsögðu bara rugl hvað varðar tíma og pening og hann er engan veginn að skila mér til baka því sem ég hef lagt í hann. Hann er hugsjón sem er bara vitleysa náttúrulega hmmmm. Ég skal ábyrgjast það að það verður ekki vesen að koma honum í gegnum skoðun með litlum tilkostnaði næstu 2-3 árin án aðhlynningar og 4-8 ár í góðum höndum!
Ég veit vel að hann selst ekki nema á góðu verði, og það er:
220.000.-! Sæmi 699-2268
Gamlir þræðir um "þennan" bíl:
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... 42&start=0
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... 16&start=0
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... 00&start=0
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... ght=528%2A
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... 22&start=0
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... 37&start=0