bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 03. May 2025 23:49

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 81 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5, 6  Next
Author Message
PostPosted: Fri 19. May 2006 00:49 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Jæja. Fyrir sérvitringa og eða hugaða.


Image

Image

518i bíll sem er búið að breyta í 528i bíl. Bíllinn er vínrauður á lit, ekki sanseraður og ekki með glæru. Ljóst leður er í bílnum.

Enn einu sinni asnaðist ég til að fara út í E28 föndur. Ég keypti sem sagt gamla ID brúna bílinn, sem var klessukeyrður. Ég tók allt dótið úr honum og setti í 518i bíl sem ég átti einu sinni og er allt of gott boddí til að sjá á eftir í pressuna, sem hann var á góðri leið með að fara í.

Í stuttu máli þá var brúni bíllinn rifinn í spað, það sem hægt var að nota úr honum sett í 518 bílinn og hann gerður að 528i bíl. BEINSKIPTUM! Reyndar var þetta svolítil tilraun, því að við M30 vélina er kassinn úr 518i bílnum sem er mjög sweeet kassi. Sá bíll var einungis ekinn 150.000.- km, á meðan ID var ekinn rétt yfir 200.

Þar sem M10 kassinn rúmar ekki M30 kúplingu, þá er M10 kúpling í bílnum. Hún er rétt aðeins ekki að höndla þjösn. Ef það er spyrnuskipt þá slúðrar hún. Ef beðið er með að standa bílinn þangað til kúplingin er búin að tengja þá er þetta í lagi. Til að fá þetta þannig að hægt sé að standa hann bláan þarf að setja sterkari kúplingspressu í bílinn.

En hann er VEL keyrandi svona og þetta er ekkert sem er að í allri venjulegri keyrslu. Bara ef menn vilja hafa þennan bíl til að flengja honum hægri og vinstri. Sem er mjög vel hægt. Því í þessum bíl er læst drif og hann höndlar mjög vel sem driftgræja. Fínt tog og góður gangur.

Boddíið er ofsalega heilt í þessum bíl, einn alheillegasti E28 bíll sem ég veit um á landinu (og víðar), ef ekki sá heillegasti. Hann er heillegri en gamli ID bíllinn. Það þarf að fara smá í boddíið á honum, sérstaklega að massa lakkið upp því þessi rauði litur fölnar svo ef það er ekki bónað reglulega. En lakkið er ekki ónýtt, það þarf bara að massa það upp. Það sem þarf að gera boddílega er að skipta um bretti bílstjóramegin. Það kostar klink. Sprauta það og smá sprunga í húddinu. Flögnuð málning á svuntunni sem væri gott að sprauta í leiðinni. Á verkstæði myndi ég giska á svona 30-40 þús í lakkvinnu og svona 7-10þús fyrir bretti. Þá er bíllinn líka 8)

Það er ljóst leður í bílnum, fjarstýrðar samlæsingar, leðurstýri og HELLINGUR af nýju og góðu dóti.

Bremsur undan 635csi bílnum mínum með rákuðum diskum að framan. Nýjum E34 diskum og klossum að aftan, nýjum dempurum að aftan, gormum að framan, pústkerfið svo til nýtt.

Það er ábyggilega fullt sem ég er að gleyma. Þetta er bíll með mikinn karakter og mikla möguleika. Hann er ekki sniðugur fyrir e-n sem er með þumla á öllum, en frábært fyrir einstakling sem hefur gaman af að bretta upp ermarnar og dunda sér.

Það á eftir að setja rafmagnsrúðurnar í hann, OBC-ið, tengja hitann í sætin ofl (ef vilji er fyrir því, annars bara að hafa hann eins og hann er). En bíllinn er rock solid í akstri og virkar fínt. Að sjálfsögðu nýskoðaður (í byrjun árs), fór í gegn án athugasemdar!

Bíllinn selst á einhverjum 14 eða 15" felgum, ekkert spes felgum. En það er hægt að semja um ýmislegt sem maður á til og passar undir hann.

Þessi bíll er að sjálfsögðu bara rugl hvað varðar tíma og pening og hann er engan veginn að skila mér til baka því sem ég hef lagt í hann. Hann er hugsjón sem er bara vitleysa náttúrulega hmmmm. Ég skal ábyrgjast það að það verður ekki vesen að koma honum í gegnum skoðun með litlum tilkostnaði næstu 2-3 árin án aðhlynningar og 4-8 ár í góðum höndum!

Ég veit vel að hann selst ekki nema á góðu verði, og það er:

220.000.-! Sæmi 699-2268



Gamlir þræðir um "þennan" bíl:

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... 42&start=0
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... 16&start=0
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... 00&start=0
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... ght=528%2A
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... 22&start=0
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... 37&start=0


_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Last edited by saemi on Thu 28. Dec 2006 19:08, edited 6 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 19. May 2006 00:58 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 03. Aug 2005 18:16
Posts: 16512
Location: Rvk city
Þetta er svo geggjað svalur bíll og ég held að ég hafi aldrei séð bíl sem mér finnst svona krómbogar flottir á en þetta er mega töff 8)

_________________
Enginn bíll!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 19. May 2006 01:18 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 11. Sep 2004 18:09
Posts: 445
Location: Nesk.
þú átt PM sæmi

_________________
mussi bubbi slappi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 19. May 2006 11:29 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
Flott að sjá að gamli fær framhaldslíf í þessum glæsilega bíl, og fantagott verð einsog alltaf hjá Sæma :)

_________________
C32 AMG Carlsson
Toyota Land Cruiser 80
Subaru Impreza GX - beater!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. May 2006 19:19 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Þessi er ALVEG ennþá til sölu 8)

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. May 2006 19:33 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Wed 13. Apr 2005 18:27
Posts: 1452
saemi wrote:
Þessi er ALVEG ennþá til sölu 8)


og ,,,BARA,,, flottur 8)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. May 2006 22:16 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
Ég er búinn að vera með þennan grip í láni í rúmar 2 vikur og get alveg mælt með þessum bíl. Á góðum felgum er þetta svaka headturner og hann hefur ekki slegið feilpúst meðan ég hef verið á honum.

.......,,,,,,,,,,,,;;;;;;;;;;; BARA;;;;;;;;;,,,,,,,,,,,,....... í lagi!!!!

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. May 2006 09:37 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Wed 03. Mar 2004 12:35
Posts: 121
hmmmmm........á maður að setja Honduna á sölu og kíkja á þennan??? :)
Bara geðveikur!!!!!

_________________
Enginn BMW bara Honda!!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 07. Jun 2006 01:06 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Kaupa kaupa kaupa :D

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 07. Jun 2006 12:58 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Wed 03. Mar 2004 12:35
Posts: 121
Eru einhver skipti inní myndinni???? :D
Væri þá að pæla í einhverjum sléttum skiptum.

_________________
Enginn BMW bara Honda!!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 11. Jun 2006 19:10 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Það er ekki hægt að segja til um hvort skipti eru inni í myndinni nema upplýsingar fylgi.

Ég hef annars takmarkaðan áhuga á skiptum.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 11. Jun 2006 20:48 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Wed 03. Mar 2004 12:35
Posts: 121
Það sakar samt ekki að láta vaða!
Þetta er Honda Civic, 98 árgerð. Hann er þriggja dyra, beinskiptur og er með 1,4l vélinni. Hann er ekinn 126þús og er búinn að vera í eigu minni og systur minnar síðan 1999. Listaverð er um 380þús samkvæmt bgs.is
:)

_________________
Enginn BMW bara Honda!!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 12. Jun 2006 11:59 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
hmmmm.....

Betra að hafa svona bara í pm :), sendi á þig.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 03. Jul 2006 00:03 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Enn til sölu!

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 12. Jul 2006 13:46 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sat 04. Mar 2006 18:24
Posts: 868
Location: Kópavogur
TTT fyrir flottum bíl 8)

_________________
e36 316 Touring 1998
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 81 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5, 6  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 143 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group