bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 17. May 2025 07:37

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 8 posts ] 
Author Message
 Post subject: Föst hurð í E36
PostPosted: Sun 28. May 2006 21:21 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 31. May 2005 19:39
Posts: 424
Location: Oslo
Sælir ágætu herramenn :wink:

Ég er í þeim vandræðum að ég er fastur í bílnum mínum! :shock:

Ég er reyndar svo úrræðagóður að ég get ferðast um farþegahurðina og þannig komst ég hingað á Kraftinn til að leita ráða hjá ykkur sérfræðingunum.

Þannig er mál með vexti að þegar ég toga í handföngin bæði að innan og utan á bílstjórahurðinni þá gerist ekki neitt. Þrátt fyrir að allir pinnar virðist vera tengdir þá grípa handföngin aldrei í.

Ég náði að troða hendinni á mér eitthvað þarna inn og fann að pinninn grípur alveg klárlega í og togar en læsingin sjálf haggast ekki.

Er einhver annar pinni þarna fyrir innan sem togar upp læsinguna eða hvað?

Bjarki hélt að þetta væri einhver stirðleiki í læsingunni sjálfri og hann úðaði WD-40 þarna inn og ekkert gerðist.


Ég vona að einhver geti hjálpað mér í þessu leiðinlega máli :wink:

Ef þetta er ekki nógu skýr útskýring hjá mér, endilega spyrjið og ég reyni að skýra þetta betur út fyrir ykkur!

PS. Þegar ég er að tala um læsinguna þá er það gaurinn sem grípur utan um festinguna í hurðarfalsinu.

_________________
Neðanjarðarlestir, sporvagnar og strætisvagnar
BMW E36 '91 318i - Bifreið - R.I.P
Dethleffs Rondo RF3 '98 - Hjólhýsi - Í vetrardvala
CombiCamp 2000 '78 - Tjaldvagn - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 28. May 2006 23:56 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 23. Nov 2003 22:49
Posts: 7764
Location: Kópavogur
Þetta hefur komið fyrir hjá mér en þá gekk aðferðin sem Bjarki beitti.

_________________
BMW E46 318i Touring


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. May 2006 03:22 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 31. May 2005 19:39
Posts: 424
Location: Oslo
Aron Andrew wrote:
Þetta hefur komið fyrir hjá mér en þá gekk aðferðin sem Bjarki beitti.


Ok, ég prufa þá bara að úða hressilega á þetta aftur á morgun og sé hvað gerist.

_________________
Neðanjarðarlestir, sporvagnar og strætisvagnar
BMW E36 '91 318i - Bifreið - R.I.P
Dethleffs Rondo RF3 '98 - Hjólhýsi - Í vetrardvala
CombiCamp 2000 '78 - Tjaldvagn - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. May 2006 20:28 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 31. May 2005 19:39
Posts: 424
Location: Oslo
_Halli_ wrote:
Aron Andrew wrote:
Þetta hefur komið fyrir hjá mér en þá gekk aðferðin sem Bjarki beitti.


Ok, ég prufa þá bara að úða hressilega á þetta aftur á morgun og sé hvað gerist.


Jæja, þetta bar engan árangur en bíllinn ilmar hressilega af WD-40 :wink:

Dettur einhverjum annað ráð í hug? Ég er orðinn alveg uppiskroppa með hugmyndir! :(

_________________
Neðanjarðarlestir, sporvagnar og strætisvagnar
BMW E36 '91 318i - Bifreið - R.I.P
Dethleffs Rondo RF3 '98 - Hjólhýsi - Í vetrardvala
CombiCamp 2000 '78 - Tjaldvagn - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. May 2006 20:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 02. Sep 2005 19:28
Posts: 2399
_Halli_ wrote:
_Halli_ wrote:
Aron Andrew wrote:
Þetta hefur komið fyrir hjá mér en þá gekk aðferðin sem Bjarki beitti.


Ok, ég prufa þá bara að úða hressilega á þetta aftur á morgun og sé hvað gerist.


Jæja, þetta bar engan árangur en bíllinn ilmar hressilega af WD-40 :wink:

Dettur einhverjum annað ráð í hug? Ég er orðinn alveg uppiskroppa með hugmyndir! :(


Ég vil benda þér á að WD-40 er eftir minni bestu vitund bara gott í að losa hluti sem standa á sér eða eru riðgaðir, það þurrkar hlutinn þegar það þornar og því er alvöru feiti betri til langs tíma. :)

_________________
E30 325i Coupe - Shadowline | SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. May 2006 20:54 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Sat 09. Apr 2005 21:38
Posts: 228
ertu búinn að prufa að læsa bílnum og opna hann aftur með lyklinum þar sem að það er þjófavörn í E-36 sem gerir það að þegar að bílnum er læst með lykli þá er ekki hægt að opna hann að innan, það gætti verið að þjófavörnin sé eitthvað biluð.

En eins og Geirinn sagði þá á ekki að nota Wd-40 til að smyrja, heldur eitthvað annað!!

_________________
Bmw e90 320
Bmw E38 735i Seldur
Bmw E36 318 Cabrio Seldur
Bmw E46 320i Seldur
Bmw E36 323I Seldur
Bmw E36 318IS Seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. May 2006 21:32 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 31. May 2005 19:39
Posts: 424
Location: Oslo
Geirinn wrote:
Ég vil benda þér á að WD-40 er eftir minni bestu vitund bara gott í að losa hluti sem standa á sér eða eru riðgaðir, það þurrkar hlutinn þegar það þornar og því er alvöru feiti betri til langs tíma. :)


Jámm, og þetta virðist standa eitthvað á sér! :wink:

asgeirholm wrote:
ertu búinn að prufa að læsa bílnum og opna hann aftur með lyklinum þar sem að það er þjófavörn í E-36 sem gerir það að þegar að bílnum er læst með lykli þá er ekki hægt að opna hann að innan, það gætti verið að þjófavörnin sé eitthvað biluð.


Já ég er búinn að prufa það, og var einmitt að spá hvort þessi lás væri eitthvað í ruglinu þar sem þessi þjófavörn virkar ekki lengur.
Það virkar að læsa bílnum með lyklinum og með pinnanum að innan, það virkar einnig að opna hann með lyklinum og pinnanum, og bíllinn fer úr lás þegar maður tekur í handfangið að innan.

Ég held að ég athugi bara B&L menn á morgun, hálf asnalegt og leiðinlegt að þurfa alltaf að klifra út um allan bíl til að setjast undir stýri! :)

Takk fyrir hjálpina!

_________________
Neðanjarðarlestir, sporvagnar og strætisvagnar
BMW E36 '91 318i - Bifreið - R.I.P
Dethleffs Rondo RF3 '98 - Hjólhýsi - Í vetrardvala
CombiCamp 2000 '78 - Tjaldvagn - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. May 2006 23:12 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Pælingin með að úða wd40 í þetta var náttúrlega ef e-r gormur eða fjöður væri alveg föst þá að úða þessu á og banka í þetta til að fá hana til að losna. Bara til að opna hurðina, eins og þetta er núna þá er svo erfitt að komast að þessu. Þegar hurðin opnast þá þarf náttúrlega að taka draslið úr finna hvað veldur og smyrja með feiti, annars myndi allt frostna næsta vetur.

Halli kíktu á mig á morgun áður en þú ferð upp í B&L, þarft líka pottþétt að panta tíma þar og færð hann varla bara strax.
Vonast svo til að geta póstað því á morgun hvernig á að laga svona 8)

Deadlock'ið virkar ekki, deadlock'ið er nú samt ekki þjófavörn. Bara erfiðara fyrir þjófa að fara inn í bílinn og út úr honum aftur, líkt og lásar bara betra.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 8 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 16 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group