Sælir ágætu herramenn
Ég er í þeim vandræðum að ég er fastur í bílnum mínum!
Ég er reyndar svo úrræðagóður að ég get ferðast um farþegahurðina og þannig komst ég hingað á Kraftinn til að leita ráða hjá ykkur sérfræðingunum.
Þannig er mál með vexti að þegar ég toga í handföngin bæði að innan og utan á bílstjórahurðinni þá gerist ekki neitt. Þrátt fyrir að allir pinnar virðist vera tengdir þá grípa handföngin aldrei í.
Ég náði að troða hendinni á mér eitthvað þarna inn og fann að pinninn grípur alveg klárlega í og togar en læsingin sjálf haggast ekki.
Er einhver annar pinni þarna fyrir innan sem togar upp læsinguna eða hvað?
Bjarki hélt að þetta væri einhver stirðleiki í læsingunni sjálfri og hann úðaði WD-40 þarna inn og ekkert gerðist.
Ég vona að einhver geti hjálpað mér í þessu leiðinlega máli
Ef þetta er ekki nógu skýr útskýring hjá mér, endilega spyrjið og ég reyni að skýra þetta betur út fyrir ykkur!
PS. Þegar ég er að tala um læsinguna þá er það gaurinn sem grípur utan um festinguna í hurðarfalsinu.