bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 09. May 2025 20:45

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 32 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3  Next
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Apr 2006 16:27 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 17. Feb 2004 15:36
Posts: 1739
Location: Kópavogur
það þarf að taka tillit til þyngdar bílsins, notkunar og síðast en ekki síst hvresu mjúk/hörð dekkin eru...ef þú ert með léttan bíl á alltof breiðum frekar stífum dekkjum þá ertu búin að minnka gripið fínt fyrir driftkeppnir og annað slíkt, það er líka ákv hætta þegar keyrt er í bleytu að vera á of breiðum dekkjum þvá þá er flothættan orðin töluvert mikið meiri...ég er viss um að Danni (X-ray) getur útskýrt þetta betur hann á nú ágætis bók sem er farið ítarlega í svona hluti :)

_________________
...Mazda 323F 98'...

S.S.S
"We are all born ignorant, but one must work hard to remain stupid." -Benjamin Franklin


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Apr 2006 19:04 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Wed 21. Dec 2005 23:48
Posts: 827
Svezel wrote:
það er í raun ekkert einfalt svar við þessu en það má segja að heðfbundna núningsstuðuls reglan/kenningin á ekki við allar aðstæður, sérstaklega ekki þegar annar flöturinn verður límkenndur(sticky) líkt og gúmmí verður. kenningin miðast við ideal aðstæður með mjög einsleitum efnum sem breytast ekki við notkun

menn velja breiðari dekk í t.d. spynubílum því dekk verða límkennd eftir smá hitun og þá skiptir stærð snertiflatar máli. svo þegar þeir eru komnir af stað þenjast dekkin út og minnka auk þess sem downforce af vængjum þrýsta bílnum sífellt meira niður.

svo skiptir líka máli hvað varðar breidd dekkja, að þegar of mikil þyngd er lögð á mjó dekk þá byrja þau að falla saman og þá minnkar grip þeirra mikið.

breiðari dekk bjóða svo upp á lægri dekkjaþrýsting sem merkir að dekkið getur betur aðlagað sig að snertifletinum sem gefur meira grip. einnig hefur stærri snertiflötur í för með sér minni hita sem þýðir betri ending en það hefur jú mikið að segja að dekk endist eitthvað þegar tekið er á þeim. prófið að taka á mjög mjóum dekkjum og sjáið hvernig þau spænast upp á engum tíma

þetta eru ástæðurnar í stuttu máli


Takk fyrir þetta,
En þú segir að breiðari dekk bjóði upp á að hafa minni þrýsting. Er ekki algengara að low profile dekk (sem eru þá breiðari en venjuleg) hafi meiri þrýsting heldur en venjuleg dekk?

Er ekki sirka venjulegt að hafa ~35pund í low profile dekkjum en kannski 25pund í venjulegum dekkjum


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Apr 2006 19:25 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
maður þarf minni þrýsting í breið dekk til að halda bílnum upp heldur en á mjóum dekkjum. low profile þarf svo meiri þrýsting en dekk með hærri prófíl þar sem þau mega ekki leggjast eins mikið saman

þrýstingurinn fer alveg eftir bílnum, ég er t.d með 2.2bör í framdekkjunum á roadsternum en um 3bör í 750 bílnum á nánast jafn stórum dekkjum

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Apr 2006 19:39 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 27. Feb 2005 12:51
Posts: 4491
Location: Að rústa öllum í sjómann....
Arnarf wrote:
Quote:
hvort er erfiðara að nota strokleður þvert eða venjulega


Ef þú beitir nákvæmlega sama þrýstingi á það þvert, þá er það nákvæmlega jafn erfitt


nei veistu alveg sama hvað þá er erfiðara að notast við það á hlið en venjulega sama þótt að ég beiti sam þristíngi :P

_________________
hafa verður í huga að hann er vanur lygari sem hefur lifibrauð sitt af því að ljúga því að trúgjörnum vitleysingum að til sé karl upp í skýjunum sem fylgist með öllu sem fólk gerir og skráir samviskusamlega niður,til að nota gegn því eftir að það deyr


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Apr 2006 21:03 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Thu 09. Jun 2005 18:02
Posts: 71
Location: Akureyri
Arnarf! Spyrstu fyrir um þetta á vísindavefnum. Þar svara td eðlisfræðingar svona spurningum. En láttu svarið svo koma hér að því loknu, okkur hinum til fróðleiks.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Apr 2006 23:21 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Wed 21. Dec 2005 23:48
Posts: 827
Mpower wrote:
Arnarf! Spyrstu fyrir um þetta á vísindavefnum. Þar svara td eðlisfræðingar svona spurningum. En láttu svarið svo koma hér að því loknu, okkur hinum til fróðleiks.


Skal gera það


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. May 2006 12:26 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 13. Jul 2004 18:51
Posts: 2026
Spurði kennarann minn að þessu.

Hann sagði að Fnun = u*Fþver eins og Arnar sagði, og hann sagði að þrýstingur hafði áhrif á þetta líka með formúlunni P = F/A þannig að u myndi breytast! :O skyldi þetta voðalega tregt, en kannski hjálpar ykkur að skilja þetta.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. May 2006 12:31 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
Stanky wrote:
Spurði kennarann minn að þessu.

Hann sagði að Fnun = u*Fþver eins og Arnar sagði, og hann sagði að þrýstingur hafði áhrif á þetta líka með formúlunni P = F/A þannig að u myndi breytast! :O skyldi þetta voðalega tregt, en kannski hjálpar ykkur að skilja þetta.


Held að kennarinn hafi ekki alveg fattað spurninguna.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. May 2006 12:35 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 13. Jul 2004 18:51
Posts: 2026
bimmer wrote:
Stanky wrote:
Spurði kennarann minn að þessu.

Hann sagði að Fnun = u*Fþver eins og Arnar sagði, og hann sagði að þrýstingur hafði áhrif á þetta líka með formúlunni P = F/A þannig að u myndi breytast! :O skyldi þetta voðalega tregt, en kannski hjálpar ykkur að skilja þetta.


Held að kennarinn hafi ekki alveg fattað spurninguna.


hann sagði að núningurinn myndi breytast með þrýstingi, og þannig skipti máli hversu breið dekkin væru, þar af leiðandi væri betra að hafa stærri snertiflöt per dekk, eða þar sem drifið er amk. Ef ég skildi hann rétt! :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. May 2006 13:47 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 02. Sep 2005 19:28
Posts: 2399
Sko, það ætti að vera augljóst að yfirborð dekkja myndi auka grip en skv. síðunni sem ég peistaði fyrr í þræðinum þá gera þau það ekki með því að hækka núningskraft. Jafnframt getur yfirborð dekkja við sumar aðstæður minnkað grip.

Núningskraftur er skv. jöfnu: Fnún = núningsstuðull * Fþverkraftur. S.s. Fnún = Image * mg.

Hægt er að auka núning milli götu og dekkja með því að auka núningsstuðul á einhvern hátt eða með því að auka þverkraft.

Þverkraftur er þá krafturinn sem ýtir dekkjunum upp, þ.e. vegna þyngd bílsins og dekkjanna og er í raun jafn kraftinum sem þyngd bílsins og dekkjanna ýtir að jörðinni (með öfugu formerki).

Semsagt, því meiri sem þyngd bíls og dekkja er samanlagt, því meiri þverkraftur og bein afleiðing af því er meiri núningskraftur (núningsstuðull er fasti). Hins vegar þar sem þyngd dekkjanna er aðeins hluti af heildarþyngd bíls og dekkja þá eykst grip bara örlítið með þyngri dekkjum svo bíll sem er mjög léttur með létt dekk myndi hafa lítið grip. Þess vegna er gott að hafa bíl þungan að aftan (RWD) ef maður ætlar t.d. að losa sig úr erfiðum aðstæðum, t.d. snjó svo lengi sem snjórinn nær ekki upp undir bílinn og stoppar hann þannig.

Núningsstuðullinn er fyrirfram ákveðinn fasti sem segir bara til um hversu mikill núningur er á milli tveggja yfirborða miðað við önnur tvö yfirborð og því hærri núningsstuðull, því meira grip.

Bein afleiðing af því sem ég skrifaði að ofan væri þá að þurrt malbik gefur meira grip en blautt malbik því Imageþurrt malbik > Imageblautt malbik (þyngd bíls og dekkja væri fasti í þessu dæmi).

Hins vegar hefur yfirborð dekkja ekkert með þetta að segja heldur frekar efnið sem dekkin eru búin til úr. Ef dekkinn hitna fljótt þá hækkar núningsstuðullinn á milli dekkja og malbiks sem leiðir til þess að núningurinn eykst og meira grip fæst. Ef dekkin eru úr treghitandi efni þá er minna grip, sbr. þegar kalt er úti. Þá er t.d. erfiðara að keyra hratt í gegn um hringtorg á háum hraða eða menn sem eru úti á kraftmílubraut ná lakari tímum.

Sem bein afleiðing af þessu þýðir ekki fyrir hvern sem er að hita dekkin sín fyrir t.d. spyrnu því sum dekk vilja alls ekkert hitna neitt að ráði og önnur dekk kólna mjög fljótt.

Háhraðadekk eru yfirleitt mjög hörð því þau eiga að hitna lítið. Veltinúningur mjúkra dekkja er mjög hár á miklum hraða ef maður er með mjúk dekk og því er unnið gegn formbreytingu dekkjanna með því að hafa þau hörð. Dekk sem eru mjög mjúk eru jafnframt ekki jafn rásföst og hörð dekk og því ætti maður alls ekki að keyra hratt á dekkjum sem eru ekki gerð fyrir háan hraða.

Bottom line: Eftir því sem ég skil þetta þá skiptir efni dekkjanna mun meira máli en yfirborð þeirra (breidd og mynstur).

Það sem er áhugaverðast er:

Stærð flatanna sem snertast hafa ekki áhrif á stærð núningskraftsins.

Although a larger contact area between two different surfaces would result in a larger source of frictional forces, it also reduces the pressure between the two surfaces, for any given force holding them together. Since pressure equals force divided by area, the increase in friction-causing area is exactly balanced by the decrease in pressure. It is just as hard to move a 1 cm2 object as a 1 m2 object, if they both are pressed to the surface with the same amount of force.


Endilega leiðréttið mig ef það eru einhverjar villur í þessu. Ég er orðinn mjög sýrður í hausnum eftir þetta :)


8-[

_________________
E30 325i Coupe - Shadowline | SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. May 2006 18:33 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 01. Apr 2004 14:40
Posts: 2232
Location: ókunnug.
Persónulega finnst mér best að fá pizzu með miklu pepperoni og kalt kók og láta ykkur snillingana um að finna svarið við þessari spurningu,
ég verð bara þreyttur í hausnum á að lesa svörin. :lol: :-s

_________________
Mazda2 '15
Mercedes Benz 300E 4Matic '89
enginn BMW í augnablikinu :(


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. May 2006 19:10 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
Stanky wrote:
bimmer wrote:
Stanky wrote:
Spurði kennarann minn að þessu.

Hann sagði að Fnun = u*Fþver eins og Arnar sagði, og hann sagði að þrýstingur hafði áhrif á þetta líka með formúlunni P = F/A þannig að u myndi breytast! :O skyldi þetta voðalega tregt, en kannski hjálpar ykkur að skilja þetta.


Held að kennarinn hafi ekki alveg fattað spurninguna.


hann sagði að núningurinn myndi breytast með þrýstingi, og þannig skipti máli hversu breið dekkin væru, þar af leiðandi væri betra að hafa stærri snertiflöt per dekk, eða þar sem drifið er amk. Ef ég skildi hann rétt! :)


Málið er að þrýstingur er kraftur per flatareiningu. Nú er krafturinn fasti (massi bílsins * þyngdarhröðun) og því minnkar þrýstingurinn eftir því sem snertiflöturinn stækkar.

Hvað þýðir þetta á mannamáli? Sá kraftur sem þrýstir einum fersentimetra af dekki niður í malbik MINNKAR eftir því sem dekkið breikkar. Þannig að jú það er stærri flötur sem snertir götuna en krafturinn á hvern fersentimetra minnkar.

Þannig að mér heyrist að kennarinn hafi ekki alveg skilið að þrýstingurinn MINNKAR við breiðari dekk.

Hvernig viðnámsstuðullinn breytist með þrýstingi er eitthvað sem ég lærði aldrei í eðlisfræðinni - það var bara munir á static og sliding friction. Þó svo að hann myndi breytast þá verður hann varla hærri við það að minnka þrýstinginn með breiðari dekkjum.

Þegar ég var í verkfræðinni spurði ég eðlisfræðikennarann að þessari spurningu af hverju breið dekk virkuðu betur gagnstætt jöfnunum sem við vorum að nota þá fékk ég engin svör og bara pirraðan svip :)

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. May 2006 19:13 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
Geirinn wrote:
Sko, það ætti að vera augljóst að yfirborð dekkja myndi auka grip en skv. síðunni sem ég peistaði fyrr í þræðinum þá gera þau það ekki með því að hækka núningskraft. Jafnframt getur yfirborð dekkja við sumar aðstæður minnkað grip.

Núningskraftur er skv. jöfnu: Fnún = núningsstuðull * Fþverkraftur. S.s. Fnún = Image * mg.

Hægt er að auka núning milli götu og dekkja með því að auka núningsstuðul á einhvern hátt eða með því að auka þverkraft.

Þverkraftur er þá krafturinn sem ýtir dekkjunum upp, þ.e. vegna þyngd bílsins og dekkjanna og er í raun jafn kraftinum sem þyngd bílsins og dekkjanna ýtir að jörðinni (með öfugu formerki).

Semsagt, því meiri sem þyngd bíls og dekkja er samanlagt, því meiri þverkraftur og bein afleiðing af því er meiri núningskraftur (núningsstuðull er fasti). Hins vegar þar sem þyngd dekkjanna er aðeins hluti af heildarþyngd bíls og dekkja þá eykst grip bara örlítið með þyngri dekkjum svo bíll sem er mjög léttur með létt dekk myndi hafa lítið grip. Þess vegna er gott að hafa bíl þungan að aftan (RWD) ef maður ætlar t.d. að losa sig úr erfiðum aðstæðum, t.d. snjó svo lengi sem snjórinn nær ekki upp undir bílinn og stoppar hann þannig.

Núningsstuðullinn er fyrirfram ákveðinn fasti sem segir bara til um hversu mikill núningur er á milli tveggja yfirborða miðað við önnur tvö yfirborð og því hærri núningsstuðull, því meira grip.

Bein afleiðing af því sem ég skrifaði að ofan væri þá að þurrt malbik gefur meira grip en blautt malbik því Imageþurrt malbik > Imageblautt malbik (þyngd bíls og dekkja væri fasti í þessu dæmi).

Hins vegar hefur yfirborð dekkja ekkert með þetta að segja heldur frekar efnið sem dekkin eru búin til úr. Ef dekkinn hitna fljótt þá hækkar núningsstuðullinn á milli dekkja og malbiks sem leiðir til þess að núningurinn eykst og meira grip fæst. Ef dekkin eru úr treghitandi efni þá er minna grip, sbr. þegar kalt er úti. Þá er t.d. erfiðara að keyra hratt í gegn um hringtorg á háum hraða eða menn sem eru úti á kraftmílubraut ná lakari tímum.

Sem bein afleiðing af þessu þýðir ekki fyrir hvern sem er að hita dekkin sín fyrir t.d. spyrnu því sum dekk vilja alls ekkert hitna neitt að ráði og önnur dekk kólna mjög fljótt.

Háhraðadekk eru yfirleitt mjög hörð því þau eiga að hitna lítið. Veltinúningur mjúkra dekkja er mjög hár á miklum hraða ef maður er með mjúk dekk og því er unnið gegn formbreytingu dekkjanna með því að hafa þau hörð. Dekk sem eru mjög mjúk eru jafnframt ekki jafn rásföst og hörð dekk og því ætti maður alls ekki að keyra hratt á dekkjum sem eru ekki gerð fyrir háan hraða.

Bottom line: Eftir því sem ég skil þetta þá skiptir efni dekkjanna mun meira máli en yfirborð þeirra (breidd og mynstur).

Það sem er áhugaverðast er:

Stærð flatanna sem snertast hafa ekki áhrif á stærð núningskraftsins.

Although a larger contact area between two different surfaces would result in a larger source of frictional forces, it also reduces the pressure between the two surfaces, for any given force holding them together. Since pressure equals force divided by area, the increase in friction-causing area is exactly balanced by the decrease in pressure. It is just as hard to move a 1 cm2 object as a 1 m2 object, if they both are pressed to the surface with the same amount of force.


Endilega leiðréttið mig ef það eru einhverjar villur í þessu. Ég er orðinn mjög sýrður í hausnum eftir þetta :)

8-[


Ágætis pælingar en skýra ekki af hverju misbreið dekk úr sama efni gefa mismikið grip :)

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. May 2006 20:38 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 02. Sep 2005 19:28
Posts: 2399
bimmer wrote:
Geirinn wrote:
Sko, það ætti að vera augljóst að yfirborð dekkja myndi auka grip en skv. síðunni sem ég peistaði fyrr í þræðinum þá gera þau það ekki með því að hækka núningskraft. Jafnframt getur yfirborð dekkja við sumar aðstæður minnkað grip.

Núningskraftur er skv. jöfnu: Fnún = núningsstuðull * Fþverkraftur. S.s. Fnún = Image * mg.

Hægt er að auka núning milli götu og dekkja með því að auka núningsstuðul á einhvern hátt eða með því að auka þverkraft.

Þverkraftur er þá krafturinn sem ýtir dekkjunum upp, þ.e. vegna þyngd bílsins og dekkjanna og er í raun jafn kraftinum sem þyngd bílsins og dekkjanna ýtir að jörðinni (með öfugu formerki).

Semsagt, því meiri sem þyngd bíls og dekkja er samanlagt, því meiri þverkraftur og bein afleiðing af því er meiri núningskraftur (núningsstuðull er fasti). Hins vegar þar sem þyngd dekkjanna er aðeins hluti af heildarþyngd bíls og dekkja þá eykst grip bara örlítið með þyngri dekkjum svo bíll sem er mjög léttur með létt dekk myndi hafa lítið grip. Þess vegna er gott að hafa bíl þungan að aftan (RWD) ef maður ætlar t.d. að losa sig úr erfiðum aðstæðum, t.d. snjó svo lengi sem snjórinn nær ekki upp undir bílinn og stoppar hann þannig.

Núningsstuðullinn er fyrirfram ákveðinn fasti sem segir bara til um hversu mikill núningur er á milli tveggja yfirborða miðað við önnur tvö yfirborð og því hærri núningsstuðull, því meira grip.

Bein afleiðing af því sem ég skrifaði að ofan væri þá að þurrt malbik gefur meira grip en blautt malbik því Imageþurrt malbik > Imageblautt malbik (þyngd bíls og dekkja væri fasti í þessu dæmi).

Hins vegar hefur yfirborð dekkja ekkert með þetta að segja heldur frekar efnið sem dekkin eru búin til úr. Ef dekkinn hitna fljótt þá hækkar núningsstuðullinn á milli dekkja og malbiks sem leiðir til þess að núningurinn eykst og meira grip fæst. Ef dekkin eru úr treghitandi efni þá er minna grip, sbr. þegar kalt er úti. Þá er t.d. erfiðara að keyra hratt í gegn um hringtorg á háum hraða eða menn sem eru úti á kraftmílubraut ná lakari tímum.

Sem bein afleiðing af þessu þýðir ekki fyrir hvern sem er að hita dekkin sín fyrir t.d. spyrnu því sum dekk vilja alls ekkert hitna neitt að ráði og önnur dekk kólna mjög fljótt.

Háhraðadekk eru yfirleitt mjög hörð því þau eiga að hitna lítið. Veltinúningur mjúkra dekkja er mjög hár á miklum hraða ef maður er með mjúk dekk og því er unnið gegn formbreytingu dekkjanna með því að hafa þau hörð. Dekk sem eru mjög mjúk eru jafnframt ekki jafn rásföst og hörð dekk og því ætti maður alls ekki að keyra hratt á dekkjum sem eru ekki gerð fyrir háan hraða.

Bottom line: Eftir því sem ég skil þetta þá skiptir efni dekkjanna mun meira máli en yfirborð þeirra (breidd og mynstur).

Það sem er áhugaverðast er:

Stærð flatanna sem snertast hafa ekki áhrif á stærð núningskraftsins.

Although a larger contact area between two different surfaces would result in a larger source of frictional forces, it also reduces the pressure between the two surfaces, for any given force holding them together. Since pressure equals force divided by area, the increase in friction-causing area is exactly balanced by the decrease in pressure. It is just as hard to move a 1 cm2 object as a 1 m2 object, if they both are pressed to the surface with the same amount of force.


Endilega leiðréttið mig ef það eru einhverjar villur í þessu. Ég er orðinn mjög sýrður í hausnum eftir þetta :)

8-[


Ágætis pælingar en skýra ekki af hverju misbreið dekk úr sama efni gefa mismikið grip :)


Þá er vert að kynna sér undantekningar skv. góðri bók sem ég á:

Núningur er háður efnunum í hlutunum sem núast saman og hversu fast þeim er þrýst saman, og skv. mælingum má sýna fram á að núningurinn er í réttu hlutfalli við þverkraftinn. Núningskrafturinn er eins og bent hefur verið á, ekki háður stærð snertiflatanna svo framarlega sem þeir eru nógu stórir til að annar dældist ekki undan hinum.

Snertipunktarnir á fletinum "ættu" að vera fleiri á stærri flötum og því finnst okkur að stærð flatanna eigi að skipta máli en á móti kemur að kraftur á flatareiningu verður minni og aflögun efnisins í snertipunktinum því líka minni svo raunverulegur tengiflötur í snertipunktinum er svipaður að stærð. HINS VEGAR er undantekning á reglunni sú að reglan gildir ekki um viss efni eins og GÚMMÍ og plast. Þá eykst núningurinn með stærð flatar og minnkar með hraða.

_________________
E30 325i Coupe - Shadowline | SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 29. May 2006 22:14 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
Af hverju?

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 32 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 6 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group