Sko, það ætti að vera augljóst að yfirborð dekkja myndi auka grip en skv. síðunni sem ég peistaði fyrr í þræðinum þá gera þau það ekki með því að hækka núningskraft. Jafnframt getur yfirborð dekkja við sumar aðstæður minnkað grip.
Núningskraftur er skv. jöfnu: Fnún = núningsstuðull * Fþverkraftur. S.s. Fnún =

* mg.
Hægt er að auka núning milli götu og dekkja með því að auka núningsstuðul á einhvern hátt eða með því að auka þverkraft.
Þverkraftur er þá krafturinn sem ýtir dekkjunum upp, þ.e. vegna þyngd bílsins og dekkjanna og er í raun jafn kraftinum sem þyngd bílsins og dekkjanna ýtir að jörðinni (með öfugu formerki).
Semsagt, því meiri sem þyngd bíls og dekkja er samanlagt, því meiri þverkraftur og bein afleiðing af því er meiri núningskraftur (núningsstuðull er fasti). Hins vegar þar sem þyngd dekkjanna er aðeins hluti af heildarþyngd bíls og dekkja þá eykst grip bara örlítið með þyngri dekkjum svo bíll sem er mjög léttur með létt dekk myndi hafa lítið grip. Þess vegna er gott að hafa bíl þungan að aftan (RWD) ef maður ætlar t.d. að losa sig úr erfiðum aðstæðum, t.d. snjó svo lengi sem snjórinn nær ekki upp undir bílinn og stoppar hann þannig.
Núningsstuðullinn er fyrirfram ákveðinn fasti sem segir bara til um hversu mikill núningur er á milli tveggja yfirborða miðað við önnur tvö yfirborð og því hærri núningsstuðull, því meira grip.
Bein afleiðing af því sem ég skrifaði að ofan væri þá að þurrt malbik gefur meira grip en blautt malbik því

þurrt malbik >

blautt malbik (þyngd bíls og dekkja væri fasti í þessu dæmi).
Hins vegar hefur yfirborð dekkja ekkert með þetta að segja heldur frekar efnið sem dekkin eru búin til úr. Ef dekkinn hitna fljótt þá hækkar núningsstuðullinn á milli dekkja og malbiks sem leiðir til þess að núningurinn eykst og meira grip fæst. Ef dekkin eru úr treghitandi efni þá er minna grip, sbr. þegar kalt er úti. Þá er t.d. erfiðara að keyra hratt í gegn um hringtorg á háum hraða eða menn sem eru úti á kraftmílubraut ná lakari tímum.
Sem bein afleiðing af þessu þýðir ekki fyrir hvern sem er að hita dekkin sín fyrir t.d. spyrnu því sum dekk vilja alls ekkert hitna neitt að ráði og önnur dekk kólna mjög fljótt.
Háhraðadekk eru yfirleitt mjög hörð því þau eiga að hitna lítið. Veltinúningur mjúkra dekkja er mjög hár á miklum hraða ef maður er með mjúk dekk og því er unnið gegn formbreytingu dekkjanna með því að hafa þau hörð. Dekk sem eru mjög mjúk eru jafnframt ekki jafn rásföst og hörð dekk og því ætti maður alls ekki að keyra hratt á dekkjum sem eru ekki gerð fyrir háan hraða.
Bottom line: Eftir því sem ég skil þetta þá skiptir efni dekkjanna mun meira máli en yfirborð þeirra (breidd og mynstur).
Það sem er áhugaverðast er:
Stærð flatanna sem snertast hafa ekki áhrif á stærð núningskraftsins.
Although a larger contact area between two different surfaces would result in a larger source of frictional forces, it also reduces the pressure between the two surfaces, for any given force holding them together. Since pressure equals force divided by area, the increase in friction-causing area is exactly balanced by the decrease in pressure. It is just as hard to move a 1 cm2 object as a 1 m2 object, if they both are pressed to the surface with the same amount of force.
Endilega leiðréttið mig ef það eru einhverjar villur í þessu. Ég er orðinn mjög sýrður í hausnum eftir þetta
