Sælir kraftsmenn...vil byrja á því að þakka iar fyrir að laga aðganginn minn...*knús*
Nú er ég smitaður af veirunni.. og fór að skoða 2001 árgerð af 320d bíl.. hann kemur af færibandinu 1.10.2001 og er skráður 2002 árgerð á bílasölu (morons?)
Allavegna, þá er þessi bíll innfluttur frá Belgíu...er silfurgrár með metallic lakki hérna er svona helsti búnaður í honum:
Rafmagn í rúðum að framam
Aðgerðarstýri
Cruise Control
A/C automatic og miðstöð
GSM aðgerðir í stýri (fer inná hátalarakerfið)
6 diska magasín og að mér sýndist 6 hátalara kerfi
Navigation
Stóra aksturstölvan auðvitað.
Málið er að hann er ekinn 152 þúsund kílómetra en ég veit að ca 140 þúsund af því var langkeyrsla á milli Belgíu og Þýskalands ( einhver bissness karl átti hann) og honum fylgir bók með öllum stimplum og svona um viðhald....
Hann er síðan á M-replica felgum....17"
Svo nú spyr ég...þar sem allir mínir félagar eru að flytja inn notaða e30 bíla og aðra elli-smelli....hvað er sanngjarnt fyrir svona bíl ?
Með von um góða hjálp....Jonni.