Thrullerinn wrote:
fart wrote:
Það getur verið að skoðun mín á þessu sé alveg mega brengluð og mönnur er frjálst að setja peningana sína í hvað sem er. En fyrir mér er supercar tæki sem hefur ofboðslega takmarkað notagildi nánast hvar sem er í heiminum, en Ísland er nánast sér á parti hvað varðar það.
-Hámarkshraði 90km
-nánast aldrei double lane
-nánast aldrei vegrið á milli akreina úr gangstæðri átt
-hitastig næstum aldrei yfir 12°c sem þýðir að malbik er sleipt og 600hö fara í spól
-vegir mjóir og ekki gras við hliðina þannig að möl berst inn á þá
-engin braut
-engir autobahns
-langur vetur.
-Varla hægt að keyra hringveginn án þess að lenda á malarkafla, og oft slæmum.
Flestir sem kaupa sér supercars nota þá reyndar sorglega lítið, en þá erum við líka yfirleitt að tala um fólk sem á það mikið af peningum að það er farið að finna fyrir gríðarlega minnkandi jaðarnytum af þeim. Þannig fólk þarf ekki einu sinni að reikna fórnarkostnaðinn af peningum.
Kanski er ég bara óvenju svartsýnn, en ég er að upplifa hluti í dag sem sýna mér hvað Ísland er ótrúlega takmarkað, sérstaklega varðandi notagildi bíla.
...Ísland er alltaf góða Ísland, sérstaklega á sumrin
En get verið svo hjartanlega sammála þér með vegina, þeir er þeir verstu
örugglega í allri Evrópu, oftar en ekki beinlínis hættulegir.
Carrera GT er í raun ekkert mikið heimskulegra en margir aðrir sportbílar
hérna.
Maður hefur lítið að gera með "track" bíl hérna..

t.d. vildi ég blæju-
carreruna fram yfir coupe, það er ekkert hægt að nota þetta hér
sem "track bíl"
Fór Nesjavallaleiðina í gær í sólinni á zetunni, það var gríðarlega gaman..
Alveg hægt að leika sér á þeim vegi

bara passa sig á blindhæðunum.
Létum sjá okkur á Nesjavallaleiðinni í gær og ég varð fyrir vonbrigðum þar sem þetta er í fyrsta skiptið sem ég hef virkilega pælt í því hvað þessi vegur er hræðilega lélegur. Oft tærður út við kannt og hæðóttur fyrir miðju. Alveg off topic á off topic á off topic þá væri ég til í að vita hversu mörg óhöpp hefðu orðið vegna lélegs vegar á síðastliðnum árum.
En við erum nú ekkert eina þjóðin að bölva malbikinu hjá okkur. Í Noregi skiptir gríðarlega miklu máli hversu marga þingmenn flokkur fær á þingi og ef það er skortur á þeim þá fara mál eins og "okkur vantar að endurbæta vegina okkar í þessari sýslu" ekki rétta leið og ekkert gerist við veginn, nánast sama hversu lélegur hann er.
Hins vegar mætti endilega endurbæta Nesjavallaleiðina því þegar lagt var upp með þessa leið til að byrja með þá var hún mun fáfarnari en hún er í dag. Mér skilst að hún hafi aðallega verið búin til fyrir maintainance á rörinu og sem fraktleið fyrir Nesjavelli sjálfa.
Varðandi Carrera GT bílinn þá myndi ég sjálfsagt velja mér eitthvað annað þó það væri gaman að geta skellt sér á rúntinn á þessu. Upptalningin hér að ofan segir í raun allt sem segja þarf fyrir mitt leiti.
Og ég segi 'rúntinn' því það yrði sjálfsagt aldrei neitt annað en það og að fá hringingar um að mæta á bílasýningar til að sýna hann
