Hér fyrir neðan er dagskrá bíladaga. Skv. þessu er enginn tilgangur í því að vera að sleppa vinnu á föstudeginum 13. (
ó nei föstudagurinn 13. !!!!) heldur rúllum við bara í samfloti svona uppúr 17:00 er það ekki fínt ??? Frekar að fá sér frí á mánudeginum til að geta verið fyrir norðan á 17. júní ! Látið í ykkur heyra drengir !
hérna er allavega dagskráin.
14. júní: Kl. 21.00 Olís götuspyrna verður haldin í Tryggvabraut
15. júní: Kl. 14.00 Burnout keppni verður haldin. Nánar um staðsetningu síðar.
15. júní: Kl. 15.00 Vatnacross. Kappakstursklúbbur Akureyrar ætlar að halda vatnacross sýningu í innbænum. Nánari upplýsingar verður að finna á heimasíðu Kappakstursklúbbsins og á
www.lexi.is.
15. júní: Kl. 20.00 Mótorcross klifurkeppni.Kappakstursklúbbur Akureyrar ætlar að halda Mótorcross klifurkeppni rétt ofan við Akureyri. Nánari upplýsingar verður að finna á heimasíðu Kappakstursklúbbsins og á
www.lexi.is.
16. júní: Kl. 20.00 Haldin verður AutoX (Solo II) keppni. Keppnin mun fara fram á plani ÚA við fiskitanga.
17. júní:
Kl. 10.00 Á þjóðhátíðardaginn verður að sjálfsögðu árlega bílasýningin okkar haldin. Inni á sýningarsvæðinu verður svo haldin græjukeppni klukkan 14.00. Að sjálfsögðu verður svo grillað allan daginn að hætti bílaklúbbsins. Verðlaunaafhending fyrir sýninguna fer svo fram kl. 17.00, en sýningunni lýkur klukkan 18.00.