Danni wrote:
Afsakið ef þetta á ekki heima í Tæknilegar Umræður, endilega færið þetta þá bara.
En ég er að spá í mér hver er helsti munurinn, fyrir utan vélina?
Er öðruvísi kassi? Hlutföllið það er....
Bremsukerfi? Veit allavega að það er stærra og öflugra bremsukerfi í E30 325 en 320 og niður en hvernig er það með E36?
Sama með drifið, er einhver stærðarmunur á þeim?
Stefnan er nefnilega tekin á að breyta "nýja" bílnum alveg 100% í 325, nema með læst drif.
Líka önnur spurning, eru M3 einu E36 bílarnir sem koma með læst drif?
Kassinn er sá sami.
Bremsukerfið á að vera það sama eftir því sem ég hef kynnt mér.
drifið í 325i er 3,15 og ég þori ekki að fullyrða hvort það er eins í 320i bíl.
M3 eru ekki einu sem komu með læstu drifi... það var líka hægt að fá læst drif í hina e36 en það er aukabúnaður. Ég fékk læst drif í minn og það er úr 325i sömu árgerðar og minn. Það er bara að leita á ebay og athuga hvað finnst.