Þessi umræða er farinn að minna ansi mikið á "Gun Control" umræðuna í USA.
Þó ég sé ekki sjálfur fylgjandi vopnaeign þá hefur þetta meira með notandan að gera en verkfærið. Kanadamenn eiga jafn mikið af byssum og kanar en þeir virðast ekki þurfa að drepa hvor annan í sama mæli - þetta er þjóðfélags vandamál, ekki byssuvandamál.
Það sama á við heima þegar talað er um hraðakstur. það er ekki hraðinn sem slíkur sem er hættulegur - heldur ökumenn sem eru lagnir við að koma sér í aðstæður sem þeir ráða ekki við. Það besta sem hægt er að gera er koma í veg fyrir að fólk komi sér í þessar aðstæður.
það er hægt gera með tveimur leiðum; hafa akstursþjálfun mun meiri, ÖKUGERÐI

(þurfum að finna annað orð á það), miklu betri ökukennara, lengri þjálfunartíma fyrir prófið, þroskapróf, og svo kannski stígandi ábyrgð eins og í mótorhjólunum þar sem þú þarft fyrst að taka minna prófið. Í öðru lagi þá þarf að bjóða upp á svæði þar sem fólk getur leikið sér að bílunum sínum á eigin ábyrgð án þess að stofna öðrum en sjálfum sér í hættu.
Ég er heppin að vera á lífi eftir minn bílprófstíma, ekki vegna þess að ég ók eins og geðsjúklingur (ég var og er ennþá mjög passasamur) heldur vegna þess að ég átti vini sem voru slæmir bílstjórar og keyrðu eins og geðsjúklingar og ég sat oft í bíl með þeim.
Eitt atvik er mér minnistætt, vinur minn spyrnti við MMC Starion þegar verið var að breyta gatnamótunum við miklubraut/snorrabraut fyrir líklega 16 árum síðan. Hann keyrði í gegnum þessar vega framkvæmdir á (þrengingar, hólar, hæðir, samskeyti og möl) á 160 kílómetra hraða - ég skil ekki ennþá hvernig þetta bjargaðist en ekki var það honum að þakka því hann var og er ennþá arfalélegur ökumaður sem getur ekki einu sinni ennþá tekið af stað í brekku!
Hve margir hafa lennt í álíka í byrjun ferilsins? Ansi margir hugsa ég. Ef kerfið væri gott þá hefði hann í fyrsta lagi ekki fengið bílprófið, í öðru lagi þá hefði verið til svæði fyrir spyrnuna og menn hugsað með sér, skellum okkur frekar uppá braut og gerum gaman úr þessu og spjöllum við hina sem eru að reyna með sér....