bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 09. May 2025 11:06

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 32 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next
Author Message
PostPosted: Sat 22. Apr 2006 00:35 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Wed 21. Dec 2005 23:48
Posts: 827
Spurningin er einföld: Afhverju hafa sportbílar breið dekk.
Ég vil ekki fá svör eins og "Til að fá meira grip"

Skv. eðlisfræði Fnún = u*Fþver (þar sem u er núningsstuðullinn)
Svo að skv eðlisfræði skiptir stærð flatarins engu máli hvað núning varðar.

Svo hver er ávinningurinn á að hafa breiðari dekk?
Manni finnst einhverneiginn svo eðlilegt að breiðari dekk = meira grip


Eitt sem mér dettur þannig í hug, að þar sem snertiflötur við götuna er stærri, þarf meiri orku til að hita dekkið, þeas breiðari dekk þyldu meira spól áður en þau bráðna.


En getur einhver útskýrt fyrir mér afhverju sportbílar hafa breið dekk?
Þá vinsamlegast rökstyðjið. Mig langar helst að fá svör, engar pælingar, nóg af þeim hér

Takk kærlega fyrir


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Apr 2006 00:38 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Þú vilt ekki fá svör eins og til að fá meira grip eeeeennnn svarið er til að fá meira grip :wink:

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Apr 2006 00:40 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Fri 31. Mar 2006 00:18
Posts: 122
Location: Grafarvogur
:shock: :lol: :roll: :idea:

_________________
BMW 530i 1988
to be 535i+

MIG LANGAR SVO....


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Apr 2006 00:41 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Wed 21. Dec 2005 23:48
Posts: 827
bjahja wrote:
Þú vilt ekki fá svör eins og til að fá meira grip eeeeennnn svarið er til að fá meira grip :wink:


Já, ég vil þannig svör........... Með rökstuðningi!!
Sem segir mér afhverju venjuleg eðlisfræði gildi ekki í þessum fræðum?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Apr 2006 01:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 02. Sep 2005 19:28
Posts: 2399
Já google gæti hafa svarað þessu í þetta skiptið eins og mörg önnur.

Sæmilega áhugavert:

http://www.worsleyschool.net/science/files/forces/page.html

http://www.worsleyschool.net/science/files/tires/andfriction.html

_________________
E30 325i Coupe - Shadowline | SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 22. Apr 2006 01:52 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 04. Sep 2002 18:57
Posts: 2596
Location: Milemarker 85.
Arnarf wrote:
Spurningin er einföld: Afhverju hafa sportbílar breið dekk.

Svo að skv eðlisfræði skiptir stærð flatarins engu máli hvað núning varðar.

að þar sem snertiflötur við götuna er stærri, þarf meiri orku til að hita dekkið


Takk kærlega fyrir


Ef meiri orku þarf til að snúa dekkjunum er þá ekki meira grip ídekkjunum??

þú gætir ýmindað þér þú þarna latínugráni að ef þú héldir á 8 boxi strokleðrum frá mitsubitsi þá er sennilegra erviðara að ýta þeim áframm heldur en einu, það er meira grip.

_________________
E30 S50B32
X5 3,0i ´02
Artic Cat ZR500 ´98
GSTuning


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Apr 2006 01:53 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Feb 2004 15:03
Posts: 3465
Location: norður í rassgati
stundum leita menn langt yfir skammt eftir svari.

Breiðari dekk = stærri snerti flötur = meira viðnám = meiri núningur þegar það á að skrika til. :wink:

_________________
kv. Jakob B. Bjarnason


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Apr 2006 05:37 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Wed 21. Dec 2005 23:48
Posts: 827
Lindemann wrote:
stundum leita menn langt yfir skammt eftir svari.

Breiðari dekk = stærri snerti flötur = meira viðnám = meiri núningur þegar það á að skrika til. :wink:


Stærri snertiflotur er ekki sama og viðnám skv. eðlisfræði.
Það var það sem ég vildi fá svör við.

Það er jú stærri snertiflötur, en þá er bara minni þrýstingur á fersentimetran...


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 22. Apr 2006 05:41 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Wed 21. Dec 2005 23:48
Posts: 827
Stefan325i wrote:
Arnarf wrote:
Spurningin er einföld: Afhverju hafa sportbílar breið dekk.

Svo að skv eðlisfræði skiptir stærð flatarins engu máli hvað núning varðar.

að þar sem snertiflötur við götuna er stærri, þarf meiri orku til að hita dekkið


Takk kærlega fyrir


Ef meiri orku þarf til að snúa dekkjunum er þá ekki meira grip ídekkjunum??

þú gætir ýmindað þér þú þarna latínugráni að ef þú héldir á 8 boxi strokleðrum frá mitsubitsi þá er sennilegra erviðara að ýta þeim áframm heldur en einu, það er meira grip.


En ef þú gætir ímyndað þér að þú skærir 1 boxy í 8 parta.
Þá ertu kominn með 8 sinnum stærri flöt, en sömu þyngd. Þá er krafturinn sem þarf til að ýta því nákvæmlega sá sami og þessu eina heila boxy, því þrýstingurinn per fersentimetra minkar áttfalt meðan snertiflöturinn stækkar áttfallt. Skv eðl er Fþver bara mg, stærð snertiflatar kemur hvergi við sögu..

En nóg komið um það, ætla lesa linkana hans Geira. Og Geiri, eins og venjulega byrjaði ég á gúggle en fann ekkert vitrænt. Datt í hug að einhvert gáfnaljósið hefði svarið á þessu hér


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Apr 2006 05:48 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Wed 21. Dec 2005 23:48
Posts: 827
Geiri, þetta er á síðunni:

Quote:
An increase in friction is not provided by the increase in surface area contacting the road; treads are just not used because they are not needed on a dry road.


Einmitt málið, svo afhverju hafa sportbílar breiðari dekk?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Apr 2006 08:41 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Þeir eru með breiðari dekk því að það er meira töff 8)

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 22. Apr 2006 09:34 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 27. Feb 2005 12:51
Posts: 4491
Location: Að rústa öllum í sjómann....
Arnarf wrote:
Stefan325i wrote:
Arnarf wrote:
Spurningin er einföld: Afhverju hafa sportbílar breið dekk.

Svo að skv eðlisfræði skiptir stærð flatarins engu máli hvað núning varðar.

að þar sem snertiflötur við götuna er stærri, þarf meiri orku til að hita dekkið


Takk kærlega fyrir


Ef meiri orku þarf til að snúa dekkjunum er þá ekki meira grip ídekkjunum??

þú gætir ýmindað þér þú þarna latínugráni að ef þú héldir á 8 boxi strokleðrum frá mitsubitsi þá er sennilegra erviðara að ýta þeim áframm heldur en einu, það er meira grip.


En ef þú gætir ímyndað þér að þú skærir 1 boxy í 8 parta.
Þá ertu kominn með 8 sinnum stærri flöt, en sömu þyngd. Þá er krafturinn sem þarf til að ýta því nákvæmlega sá sami og þessu eina heila boxy, því þrýstingurinn per fersentimetra minkar áttfalt meðan snertiflöturinn stækkar áttfallt. Skv eðl er Fþver bara mg, stærð snertiflatar kemur hvergi við sögu..

En nóg komið um það, ætla lesa linkana hans Geira. Og Geiri, eins og venjulega byrjaði ég á gúggle en fann ekkert vitrænt. Datt í hug að einhvert gáfnaljósið hefði svarið á þessu hér

hvort er erfiðara að nota strokleður þvert eða venjulega ;)

_________________
hafa verður í huga að hann er vanur lygari sem hefur lifibrauð sitt af því að ljúga því að trúgjörnum vitleysingum að til sé karl upp í skýjunum sem fylgist með öllu sem fólk gerir og skráir samviskusamlega niður,til að nota gegn því eftir að það deyr


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Apr 2006 12:42 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Wed 21. Dec 2005 23:48
Posts: 827
Quote:
hvort er erfiðara að nota strokleður þvert eða venjulega


Ef þú beitir nákvæmlega sama þrýstingi á það þvert, þá er það nákvæmlega jafn erfitt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Apr 2006 12:54 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
það er í raun ekkert einfalt svar við þessu en það má segja að heðfbundna núningsstuðuls reglan/kenningin á ekki við allar aðstæður, sérstaklega ekki þegar annar flöturinn verður límkenndur(sticky) líkt og gúmmí verður. kenningin miðast við ideal aðstæður með mjög einsleitum efnum sem breytast ekki við notkun

menn velja breiðari dekk í t.d. spynubílum því dekk verða límkennd eftir smá hitun og þá skiptir stærð snertiflatar máli. svo þegar þeir eru komnir af stað þenjast dekkin út og minnka auk þess sem downforce af vængjum þrýsta bílnum sífellt meira niður.

svo skiptir líka máli hvað varðar breidd dekkja, að þegar of mikil þyngd er lögð á mjó dekk þá byrja þau að falla saman og þá minnkar grip þeirra mikið.

breiðari dekk bjóða svo upp á lægri dekkjaþrýsting sem merkir að dekkið getur betur aðlagað sig að snertifletinum sem gefur meira grip. einnig hefur stærri snertiflötur í för með sér minni hita sem þýðir betri ending en það hefur jú mikið að segja að dekk endist eitthvað þegar tekið er á þeim. prófið að taka á mjög mjóum dekkjum og sjáið hvernig þau spænast upp á engum tíma

þetta eru ástæðurnar í stuttu máli

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Apr 2006 13:05 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 03. Mar 2006 16:21
Posts: 1442
ekki gleyma því að ef við förum að skoða keppnir t.d. þá verða dekkin klístruð, þá býst ég við að því stærri flötur sem er klístraður, því meiri núningur

_________________
Kristján Einar
[url=http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=14304]
BMW 2002 Turbo ´75[/url]

gstuning wrote:
Ég og þú skulum gifta okkur svo ég geti komist á þennan 2002 turbo


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 32 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 18 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group