Bmw_320 wrote:
herru hvernig setur maður eiginlega mynd þegar maður talar og hvernig minnkar maður myndina?

Þú getur bæði sett Avatar mynd og Signature mynd. Avatar fer fyrir neðan notandanafnið þitt vinstra megin við hvert innlegg en signature myndir fara undir hvert innlegg
Til þess að setja inn myndir ferð þú í "Profile" hérna efst á síðunni ef þú ert með hana á ensku, en væntanlega "Stillingar" ef þú ert með hana á íslensku. Ég er með hana á ensku þannig að ég man ekki alveg hvað það heitir
Neðst í "Profile" getur þú sett inn Avatar mynd, þar getur þú sett inn mynd beint af tölvunni eða bent á einhverja mynd sem er á internetinu, það nokkurn veginn segir sig sjálft.
Til þess að setja Signature mynd verður myndin að vera á netinu, á meðan
www.augnablik.is er niðri getur þú notað
www.imageshack.us eða hvaða aðra myndahýsingarsíðu sem þú vilt

Eftir að þú ert búinn að setja myndina á netið og ert að skoða hana á hýsingarheimasíðunni, hægri smellir þú á hana og velur "Properties". Þar kóperaru slóðina sem er undir "Address". Síðan ferðu í reit í "Profile" sem heitir annað hvort "Signature" eða væntanlega "Undirskrift" ef þú ert með þetta á íslensku. Þar setur þú inn slóðina sem þú varst að kópera, t.d
www.fulltafbilamyndumogrusli.is/ryswrhysy/bmw320.jpg, en skrifar fyrir framan slóðina [img]og%20aftan[/img].
Þá er það komið. Ennnnnnnnn myndirnar meiga að sjálfsögðu ekki vera of stórar. Sérstaklega ekki avatar myndin því þá afmyndast spjallborðið

Besta leiðin að mínu mati til að minnka myndir er ða fara inn á t.d
www.download.com og sækja forrit sem heitir Irfan View. Downloadar því og setur það upp á tölvuna þína. Þegar þú ert búinn að því getur þú hægri smellt á allar myndir í tölvunni þinni og valið "Open with -> Irfan View". Þegar þú ert með myndina opna í Irfan View þá smellir þú á "Image" og velur Rezise/Resample. Best er að velja þar bara "Set new size as percentage of original" og minnkar eftir þörfum, s.s byrjar kannski aá því að setja inn 50% og svo framvegis. Síðan þegar hún er komin í rétta stærð þá Save-ar þú hana bara

_________________
Tony Montana - BBS LM CREWE36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM
http://www.e30.is