Sæll -Stebbtronic-
Ívar Andri Ívarsson heiti ég og er starfsmaður á umræddu verkstæði!
Ég vill byrja á að segja þér hversu >virkilega leiðinlegt< mér og öðrum starfsmönnum þykir að þetta hafi komið uppá
Í öðru lagi vil ég koma inná það hversu ómálefnalegt mér finnst að menn svari fullum hálsi eftir að hafa heyrt aðeins aðra hlið málsins!
Ég vill einnig að aðrir heyri okkar hlið málsins en sagan er svona:
Þú komst til okkar fyrir 2-3 vikum síðan (man ekki dagsetningu, get gáð að því á morgun ef óskað er) og sagðist vera með volvo sem að þyrfti aðhlynningu.
Þú varst mjög almennilegur, kurteis og hress í fasi og útskýrðir fyrir mér að Brimborg hefði ekki haft tíma til þess að vinna verkið og að max1 hefði ekki viljað gera þetta því að þetta væri óvenjumikið mál miðað við aðgerð og tímafrekt.
Ég og einn vinnufélagi minn vorum einir á verkstæðinu og enginn stjórnandi/yfirmaður á staðnum sem að undantekningarlaust sjá um að skrá niður tíma og gera áætlun um verkið!
Við ákváðum að taka bílinn þinn inn á staðnum og ráðast strax í þetta, sem að við gerum vanalega ekki! (það heitir ekki slæm þjónusta í mínum bókum, og miðað við hvernig þú brást við að þá skildist mér að þú værir mjög sáttur við það!)
Einhver misskilningur virðist vera á ferð um þessa spyrnu, því að við losuðum spyrnurnar ekki. Hins vegar þurfti að skrúfa rammann, sem að meðal annars heldur spyrnunum, niður en hann þurfti þó ekki að taka alveg undan. Þess vegna dreg ég þá ályktun að
því miður hafi gleymst að herða einn boltann í rammanum til fulls. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að þetta atriði er ekki það sem að skiptir máli, en betra er að hafa málin á hreinu.
Þegar að unnið er á verkstæðum, sem og öðrum vinnustöðum tíðkast að maður tileinkar sér ákveðnar vinnureglur og sumir hlutir verða að rútínum, t.d. að taka alltaf á öllum boltum sem að losaðir hafa verið, áður en bíllinn er afhentur! Öll erum við mannleg og hefur þetta atriði klikkað hjá okkur þarna,
og þykir mér það persónulega mjög leitt
Þetta verkstæði væri ekki búið að vera starrækt í rúm tuttugu ár ef að svona hlutir væru vinnubrögð sem að við vendum okkur á
Annað sem að ég vill koma inná, og segja þér sanna dæmisögu af mér!
Pabbi minn lét breyta Land Cruisernum sínum í Toyota og þegar að bíllinn var nýkominn úr breytingu að þá er ég með bílinn í láni og tek ég eftir því að þegar að ég gaf í, vaggaði sætið hjá mér (ekki mesta öryggistilfinningin að sitja í laflausu sæti!) Ég er með skúr, verkfæri og kunnáttu til að festa sætið, og ég er með internet-tengingu til þess að kvarta yfir þessu á netinu. Ég ákvað að festa sætið sjálfur en hringja niður í toyota umboð til þess að láta vita af þessum mistökum áður. Maðurinn sem að ég talaði við var hinn almennilegasti og tók ekki í mál að ég myndi líða fyrir þeirra mistök og bað mig um að koma með bílinn. Sem að ég og gerði.
Þeir voru sautján sekúndur sléttar að redda þessu og ég var leystur út með innilegum afsökunarbeiðnum og konfekti!!!
Minn punktur er að við viljum veita góða þjónustu á sanngjörnu verði og hefði mér þótt vænt um það að þú hefðir séð þér fært að koma til okkar og ræða þessi mál við okkur! Aldrei að vita nema þú hefðir endað sáttari en þú ert í dag. Að sjálfsögðu er þér velkomið að koma til okkar og ræða þetta við okkur
Stebbtronic- Ég vil biðja þig persónulega afsökunar á þessu
slysi og segja þér enn og einu sinni að okkur þykir þetta ákaflega leitt
Kveðja. Ívar Andri
_________________
Alpina wrote:
er þetta utandeildin eða hvað er að gerast ,,,