Jæja, þá er maður búinn að eiga bílinn í viku og mig langar aðeins að segja smá um hann
Hvar á maður að byrja? Það er bara ónáttúrulega gaman að keyra þetta, þótt það sé enginn kraftur í þessu, rétt 130 hö sem er alveg nóg í bili.. hann bara er klíndur á veginum og bara helst þar og fer þangað sem maður vill að hann fari, KONI alveg að gera sig:)
Hann er ekinn 158þúsund og fer hann í smá yfirhalningu á miðvikudaginn þar sem skipt verður um tímareim og allt sem því tengist og líka vatnslás. Einnig verður farþegasætið frammí tekið úr og lagað, einhver þéttur settist víst í það og braut eitthvað
Vélin virðist mjög traust, hrekkur oftast strax í gang, stundum smá hik, en alltaf í gang:) reyndar hef ég ekkert verið að reyna á vélina, vill taka þessu rólega þangað til á miðvikudaginn, sætishitarinn virkar svívirðislega og það er bara þægilegt, reyndar hafa allir verið að spurja mig hvort það sé ekki kalt í bílnum, en ég hef ekki verið var við það..
Já, hef átt bílinn og viku og verið stoppaður TVISVAR! Fyrra skiptið vegna dökku framrúðanna og í hitt skiptið vegna þess að ég keyrði heim með þeyttan rjóma á framrúðunni! Þannig er mál með vexti að ég vinn á kvöldin og er bílinn alltaf óvarinn á plani í miðbænum, og vinkonu minni fannst þetta gríðarlega fyndinn jókur.. varð að keyra alla leið heim með lögguna í rassinum á mér allan tímann
Jæja, núna það sem þarf að gera fyrir þennan bíl:)
Það helsta sem ég á eftir að dunda mér í að gera er t.d. laga bílbeltin, þau eru lengi að rúlla aftur inn eftir notkun, það er smá gat á afturrúðunni sem ég þarf að sjóða eða ekkvað..

Þarf að skipta út chrom röndinni á framrúðunni, hún er orðin brún:) einnig setja baksýnisspegilinn á framrúðuna.. Mig vantar ef einhver á miðjustokkinn, hann er pínu sjúskaður, búið að gata hann eitthvað og væri magnað ef einhver ætti einhvern handa mér:) einnig er burstinn í skiptingunni ljótur..
Til að hafa þetta ekki lengra þá vil ég bara segja að þetta er án efa draumbílinn minn. Ég hef bara fengið hrós fyrir hann og öllum list vel á hann fyrir utan ömmu mína, sem fílaði hinn miklu betur

Þetta er bíll sem á eftir að fá lúxus-meðferð og ekkert minna en það enda er maður kominn með e30 bakteríuna og hún er ekkert að fara að hverfa neitt:)
Meira síðar
