Þetta með að bíllinn mengi mest fyrst er náttúrulega gilt fyrir alla bíla. Brennslan í bílvélinni er ekki eins og hún á að vera fyrr en hún hefur náð kjörhita. Svo hvarfakúturinn hefur ekki áhrif á það að bílar menga mest fyrst, hann bara dregur úr þessarri mengun. það gerist alveg það sama með bíl sem hefur ekki hvarfakút. Hann mengar miklu meira fyrst.
Skilningur minn á hvarfakútum hefur verið sá að hann myndi eins hreinan bruna og hægt er og minnki þannig mengunina, en þar sem ég veit ekki nákvæmlega hvað hann gerir, þá ætti maður að kynna sér það. Damn hvað ég er latur
Mín reynsla af pústi er að vera ekkert að pota í það (svona framan við mitt kerfið) því þá brenni ég mig í puttunum. Ef pústið er heitt þá hlýtur hvarfakúturinn að vera brennandi heitur!
Það sést svo bara á kælivatninu hvort bíllinn er heitur eða ekki (ég veit ekki til annars en að bílar séu bara mengunarmældir heitir). En minn skilningur hefur verið að það sé ekki mikill munur á bílum hvað varðar mengun þegar þeir eru komnir á eðlilegan vinnsluhita og í venjulegri keyrslu, hvort sem þeir eru með hvarfakút eður ei. Aðal-virknin í hvarfakútnum sé að draga úr menguninni þegar bíllinn er að ná vinnsluhita.
Þarna væri gott að fá innskot frá einhverjum sem veit hvernig þeir virka (ef hann finnst af einhverjum okkar ágætu lesendum).
Sæmi