Sælir BMW menn (og konur),
Mér var bent á þessa umræðu ykkar um bíl sem ég flutti nýlega inn, og vill leiðrétta nokkur atriði sem ekki eru rétt þar:
1. Það er í dag nokkuð ljóst að bíllinn fór allur undir í það minnsta upp á rúður, en að öllum líkindum ekki upp á þak.
2. B&L gaf mér enga kostnaðarætlun, hvað þá eina upp á 7 milljón kr. Svarið sem ég fékk frá þjónustudeildinni hjá þeim var einfaldlega að þeim væri illa við “vatns bíla” þar sem svo margt gæti hafa skemmst og að þeir gætu ekki greint rafmagns skemmdirnar í bílnum nema að þeir pöntuðu fyrir mig einhvern tugþúsunda krónu tæki.
3. Ekkert bendir til að bílinn hafi staðið í saltvatni. Þeir sem hafa skoðað hann virðast vera sammála um að bíllinn hafi lent í ferskvatni en að eitthvað vatn hafi staðið í honum.
4. Þetta er ekki “Sértilboð frá New Orleans”. CarFax skýrslan tímasetur tjónið um mitt sumar 2005 þ.e. löngu fyrir Katrina.
5. Að mér vitandi þá hefur enginn dæmt bílinn “ónýtan”. State Farm tryggingafyrirtækið sem seldi CASMIAMI bílinn hafði aftur á móti breitt skráningunni hjá Flórida fylki frá Certificate of Title í Certificate of Destruction. Þeir sem til þekkja vita að þetta eru stöðluð vinnubrögð á vatnstjónabílum hjá tryggingafyrirtækum og CASMIAMI ofl selja þá bílana sem “Export Only”.
6. Það fylgdi ekki viðgerðamat upp á 50 þúsund dollara með bílnum frá USA. Rétt er að Vista BMW í Flórida vildi selja mér nýtt rafkerfi í bílinn fyrir $43,000.
7. Casmiami byggir ekki afkomu sínu að stórum hluta á viðskiptum við Íslendinga, eins og einhver gaf í ljós. Bróðurpartur bílanna þeirra fara til austur evrópu og karabísku eyjanna. Þeir væru fljótir að fara á hausinn ef hitt væri satt.
Í stuttu máli þá verslaði ég tvo bíla í haust frá CASMIAMI, einn 2005 Lexus LX470 og svo 2003 BMW 745 LI sem var ætlaður fyrir stjúpa minn. Lexusinn kom mjög vel út en BMW-inn er önnur saga. Þegar hann kom til landsins um áramótin þá var greinilegt að rafmagnið var meira í ólægi en gefið hafði verið í skyn.
Ég verslaði töluvert við CASMIAMI þegar ég var í námi þarna úti á árunum 91-96 og hafði þá mjög góða reynslu af þeim. Síðan þá hafa orðið miklar manna breytingar hjá þeim. Þetta er minn fyrsti innflutningur á bíl frá USA síðan þá og af fenginni reynslu þá mæli ég með að menn fari mjög varlega í viðskiptum sínum við CASMIAMI.
Bíllinn er einstaklega fallegur og mér finnst staðan í málinu grátleg, en staðreyndin er sú að ég hef hvorki tíma, þekkingu, né aðstöðu til að gera hann góðan. Ég tel afturá móti líklegt að einstaklingur sem veit hvað hann\hún er að gera eigi að geta gert bílinn mjög góðann, en þetta er klárlega ekki verkefni fyrir amatöra.
Ef fólk hefur áhuga á bílnum þá vill ég benda fólki á að spyrja mig beint (s. 867-0930
arni_jensen@hotmail.com ) frekar en að ráðfæra sig við Gróu á Leiti. Einnig getur fólk skoðað bílinn og hreinlega dregið sínar ályktanir sjálft. Hann er í Dugguvog 17-19.