bjahja wrote:
Ég veit það er búið að tala helling um þetta og ég er búinn að skoða dpreview.com en ég var bara að spá frá þeim sama hafa sjálfir átt eða prufað vélarna hvort verðmunurinn sé þess virði að kaupa 20d?
Ég ætla semsagt að kaupa mér vél núna í vor/sumar og ætlaði alltaf að kaupa 350d en núna er ég að spá, fyrst maður er að eyða svona miklum peningi í myndavél hvort ég ætti bara að gera þetta almennilega
En á hinn boginn þá grunar mig að ég hafi ekkert með 20d að gera og jafnvel 350d sé overkill hjá mér.
Síðan gæti ég notað mismuninn í þrífót og linsur í staðinn.
Hvað finnst ykkur sem þekkið þetta betur?
Ég á bæði 300D myndavél.. og keypti mér 20D um daginn.. og svo tek ég slatta oft í 350D hjá félaga mínum.. og af þessum 3 vélum, þá líkar mér LANGBEST við 20D vélina... tók t.d. 86 myndir í röð af Jón Ragnari áðan upp á djókið
En eins og ég segi.. 20D og Speedlite 580EX flassið eru að gera "good shit" í mínum bókum
Hér eru myndir sem ég tók um daginn á 20D vélina, var að prófa svona næturtökur, svo þær eru kannski ekkert allt of spes...
Svo er hægt að sjá fleiri myndir teknar á bæði Kodak EasyShare DX6340, Canon 300D og svo Canon 20D á
http://www.augnablik.is/runarp