Held þetta sé aðallega Internet Explorer að kenna, það er eins og hann sé nokkuð oft að týna sessioninni. Þetta er eins og Gunni segir að hver heimsókn gildir í einhvern tíma en það á að haldast inni á meðan maður er eitthvað að gera á vefnum.
Ég nota nokkuð oft Mozilla á Linux (hef ekki prófað að nota Mozilla í Windows) og þar er þetta alls ekki vandamál heldur get ég verið heillengi að dunda mér við að skoða spjallið smátt og smátt og aldrei týnast ólesnu þræðirnir.
IE aftur á móti á þetta til að týna ólesnu þráðunum (tapar í raun sessioninni og þá er eins maður sé að heimsækja spjallið aftur og þ.a.l. allt merkt sem lesið því maður jú las það í síðustu heimsókn..). Það er aðallega ef maður er að skoða einhverja linka sem vísa út af spjallinu, t.d. linka á mobile og þessháttar sem maður týnir sessioninni. Þessvegna reyni ég alltaf að bíða með að skoða svoleiðis þartil síðast amk. þegar ég er að nota IE.

Stundum tapast sessionin líka þegar ég svara á spjallþræði og skoða kannski innleggið áður en ég sendi það, þá tapast sessionin stundum, en hef samt aldrei lent í því í Mozilla.
Þetta er semsagt allt Bill Gates að kenna!
