bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 00:22

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 22 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
 Post subject: Þýfi óskast
PostPosted: Sat 10. May 2003 05:51 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 12. Mar 2003 23:29
Posts: 14
Location: Reykjavík
:( :( :(

Jæja,klukkan er hálf sex á laugardagsmorgun og ca klukkutími síðan nágranni minn vakti mig og lét mig vita að það væri búið að fara inn í bimmann minn.
ok, bömmerinn við þetta er að þetta er í þriðja skiptið í þessari viku sem er farið inn í bílinn.
það sem horfið er úr bílnum í þessi þrjú skipti er:

Geisladiskar,magnari,ný kerti sem voru í hanskahólfinu,nýr samlæsingarmótor(frá B&L),pinnarnir sem festa böndin sem halda uppi hanskahólfinu,sportstýri með nýju M merki (á eftir að borga sæma fyri stýrið),stuðarasvuntan undir afturstuðarann(sú eina sem ég hef séð á svona bíl,frá ZENDER),528i merkið af skottlokinu,hvít klæðning innan á skottlokið.

Eins og sést á þessum lista er hér um að ræða einhvern sem er mjög áhugasamur um þessa týpu af ökutæki og er komin með eiginlega alla þá hluti sem aðgreindu minn bíl frá plane fimmu.

Nú í þriðja skiptið sem var farið inn í bílinn var litla hliðarrúðan v/m aftan brotin en í tvö fyrri skiptin var ekki hægt að sjá hvernig farið var inn.....

Og eftir því sem ég best veit þarf að hafa lykil af svissinum til að ná stýrinu af.....

Allar vísbendingar eru vel þegnar.
þetta er eitthvað sem engin vill lenda í.

Ég er hlynntur því að menn séu að betrumbæta bílinn sinn, en að gera það á annars kostnað sem er sjálfur að basla við að halda kerrunni sinni sæmilegri er ekki boðlegt.............

Kveðja
Einn geðveikt svekktur BMW eigandi

Hér eru myndir af bílnum, ásamt aftursvuntuni

Image

Þar sem myndin er frekar óskýr er hér fyrir neðan betri mynd af mjög svipuðum spoiler á öðrum bíl
Image

_________________
BMW + SAAB = Geðveiki
Það getur ekki verið í lagi með svona menn.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 10. May 2003 10:49 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Þú átt örugglega eftri að sjá 520 með 528 merkinu, stýrinu og öllu dótaríinu :?
En þetta er rosalega svekkjandi, samrhyggist :(

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 10. May 2003 11:44 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Úfff. Þetta er ömurlegt.

Hvað sumir leggjast lágt. Og að skrúfa svuntuna undan, hvað er að mönnum?

Það verður að finna þennan gæja. Það ætti ekki að vera erfitt að finna stýrið, ef hann þá kemur því á (rillurnar eru ekki eins á öllum bílunum), þar sem ég hef bara séð einn E-28 5-línu bíl með ///M stýri hér á landi. Sá bíll er dökkur að lit og er 520i. Eldri maður sem var á honum síðast þegar ég vissi.

Image

Stýrið lítur svona út.

Ég mun hafa augun opin gagnvart þessu, vonandi finnum við dótið.

Þú hefur alla mína samúð,... sorrí
Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 10. May 2003 12:48 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:36
Posts: 177
Vá maður!!! hvað er að fólki... svona í alvöru talað, djöfull er ég svekktur fyrir þína hönd :x vonandi finnurðu upp á kauða !

En þriðja skiptið í þessari viku :!: :!: hlýtur að vera sami gaurinn að púsla saman bílnum sínum, býrðu í Breiðholtinu eða....

p.s. hvað kostaði samlæsingamótorinn? :roll:

_________________
BMW 528i e28 - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 10. May 2003 16:38 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Það er örugglega mjög líklegt að þú finnir hitt dótið ef þú finnur bílinn með stýrinu. Djöfull er lélegt að leggjast svona lágt!!! :shock:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 10. May 2003 17:03 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Núna tökum við okkur saman og kíkjum á stýrið á öllum E28 5-um sem við sjáum.

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 10. May 2003 17:35 
ég og árni vorum á rúnta í breiðholtinu í gær og við sáum allavegana
4 e28 fimmur þar kom mér dulítið á óvart hvað það var mikið af
svona bílum þarna :o


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 10. May 2003 17:42 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Tue 15. Apr 2003 00:55
Posts: 974
Rútur á svona stýri. Hann fékk það með 320 bílnum sínum. Það er samt mjög illa farið. Þetta er ///M stýri. Þú getur örugglega keypt það af honum vegna þess að hann er ekki að nota það. Hann vildi frekar hafa stýrið úr 325 bílnum.


Last edited by O.Johnson on Sat 10. May 2003 17:45, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 10. May 2003 17:43 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 23. Oct 2002 11:33
Posts: 559
Location: Garðabær
BMW528i´85 Geturu sagt símanúmerið þitt, þannig ef maður finnur eitthvað grunsamlegt þá getur maður látið þig strax vita... eða það væri gott ef þú vilt sýna það...
Ég vil nebblilega hjálpa til, þetta er fúlt að lenda í þessu, og það er ekkert mál að kíkja á gluggana á E28 fimmum sem maður sér og leita eftir þessari ef það er komið í einhverja...

Samúðarkveðja...

_________________
Gunnar Hans - Alltaf á löglegum hraða :twisted:
-BMW 318i E36 ´93 - Seldur...
-Honda Prelude 2,0 4th-Generation - Seldur...
-Honda Accord 2,0 EXE


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 10. May 2003 18:39 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Já, það þarf að fylgjast með þessu, ef maður rekst á þetta. Svo væri fínt ef til er mynd af bílnum með svuntuna, svo menn geti þekkt hana líka.

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 10. May 2003 19:13 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 07. Sep 2002 09:55
Posts: 5729
Það er einn 520 '85 e28 hérna fyrir utan hjá mér.

_________________
Haffi W. Schnurrenberger.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 11. May 2003 21:09 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 12. Mar 2003 23:29
Posts: 14
Location: Reykjavík
Takk kærlega fyrir samhuginn

Ég var að koma frá því að setja nýja rúðu í kagann, var á leiðinni að skipta græna glerinu út fyrir brúnt svo ég átti rúðuna til...
Tók þá eftir því að gardínan í afturhillunni er horfin líka en í hvaða af þessum þremur innbrotum í vikunni hún hvarf er ég ekki viss...

svo eru svakalegar rispur eftir það þegar merkið var tekið af skottlokinu

Sæmi ætlar að setja upp mynd af bílnum svo allir geti séð svuntuna
Svuntan er merkt "ZENDER" og er sú eina sem ég hef séð á e-28

samlæsingamótorinn átti að kosta 12.000 en ég var að kaupa aðra hluti og var bara að spyrja um verð á mótornum en þegar gæin sá að hann ætti hann til hætti hann ekki að gera mér tilboð fyrr en ég keypti hann líka. Borgaði 12000 fyrir all dótið sem átti að kosta ca 10000 fyrir utan afslátt....

ef einhver vill hafa samb. við mig útaf þessu leiðindarmáli þá er gsm:6991385

_________________
BMW + SAAB = Geðveiki
Það getur ekki verið í lagi með svona menn.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 11. May 2003 21:23 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
BMW528i´85 wrote:
Borgaði 12000 fyrir all dótið sem átti að kosta ca 10000 fyrir utan afslátt....


Humm... einhver villa hér ekki satt? :P


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 11. May 2003 21:36 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 07. Sep 2002 09:55
Posts: 5729
I don't skipt mí af it!

BTW getur einhver lánað mér pallbíl?

_________________
Haffi W. Schnurrenberger.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 11. May 2003 21:40 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 12. Mar 2003 23:29
Posts: 14
Location: Reykjavík
10000fyrir hlutina sem ég ætlaði að kaupa + 12000 fyrir mótorinn
borgaði 12.000 fyrir allt saman

_________________
BMW + SAAB = Geðveiki
Það getur ekki verið í lagi með svona menn.


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 22 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 4 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group