Jæja,klukkan er hálf sex á laugardagsmorgun og ca klukkutími síðan nágranni minn vakti mig og lét mig vita að það væri búið að fara inn í bimmann minn.
ok, bömmerinn við þetta er að þetta er í þriðja skiptið í þessari viku sem er farið inn í bílinn.
það sem horfið er úr bílnum í þessi þrjú skipti er:
Geisladiskar,magnari,ný kerti sem voru í hanskahólfinu,nýr samlæsingarmótor(frá B&L),pinnarnir sem festa böndin sem halda uppi hanskahólfinu,sportstýri með nýju M merki (á eftir að borga sæma fyri stýrið),stuðarasvuntan undir afturstuðarann(sú eina sem ég hef séð á svona bíl,frá ZENDER),528i merkið af skottlokinu,hvít klæðning innan á skottlokið.
Eins og sést á þessum lista er hér um að ræða einhvern sem er mjög áhugasamur um þessa týpu af ökutæki og er komin með eiginlega alla þá hluti sem aðgreindu minn bíl frá plane fimmu.
Nú í þriðja skiptið sem var farið inn í bílinn var litla hliðarrúðan v/m aftan brotin en í tvö fyrri skiptin var ekki hægt að sjá hvernig farið var inn.....
Og eftir því sem ég best veit þarf að hafa lykil af svissinum til að ná stýrinu af.....
Allar vísbendingar eru vel þegnar.
þetta er eitthvað sem engin vill lenda í.
Ég er hlynntur því að menn séu að betrumbæta bílinn sinn, en að gera það á annars kostnað sem er sjálfur að basla við að halda kerrunni sinni sæmilegri er ekki boðlegt.............
Kveðja
Einn geðveikt svekktur BMW eigandi
Hér eru myndir af bílnum, ásamt aftursvuntuni
Þar sem myndin er frekar óskýr er hér fyrir neðan betri mynd af mjög svipuðum spoiler á öðrum bíl
