basten wrote:
A.H. wrote:
Já, ég er reyndar í lögfræði
Ég efast ekki um að það eru ábyggilega ágætis kröfur í HR.
Sé að þú hefur valið þér áhugavert ritgerðarefni. Maður var nú oft stöðvaður í lögreglu-tékk þegar maður var í menntaskóla, kannski of oft. Þá fór maður einmitt að pæla í valdheimildum lögreglunnar og þess háttar. Finnst margir dómar Hr. í gegnum tíðina (og þá sérstaklega eldri dómarnir)hafa verið full hallir undir ríkið, plús það að skaðabætur fyrir að vera handtekinn og lokaður inni í fangaaklefa í sólarhring að ósekju eru fáránlega lágar.
Gangi þér annars vel með ritgerðina,,, ég þarf sjálfur einmitt að fara að læra.
Ég las það þannig að hann væri að gera ritgerð um handtökuheimild einstaklinga þ.e. borgaralega handtöku.
Valdheimildir lögreglu eru að ég held bara nokkuð skýrar.
Og það er klárt mál að lögreglan á Íslandi hefur heimild til þess að taka ökumenn bíla í tékk, til þess að kanna t.d. með ökuréttindi ökumanna og ástand þeirra. Er það bara ekki þannig að þeir sem eru mikið á ferðinni á næturna verða stoppaðir oftar af lögreglu.
Allar skaðabætur á Íslandi eru fáránlega lágar!

Æ, ég var ekki vaknaður þegar ég skrifaði þetta

Samt áhugavert efni.
Varðandi heimildir lögreglu, þá var ég meira að pæla í því sem gerist eftir að búið er að stoppa menn í tékk, t.d. leit í bíl og á ökumanni. Ekki gaman að láta skítugan leitarhund rölta yfir bílsætin og innanstokksmuni. Einnig fannst mér á sínum tíma forvitnilegar aðgerðir sem framkvæmdar eru af óeinkennisklæddum löggum. Ég var einu sinni að rúnta heim í sakleysi mínu þegar ég tók eftir ómerktum bíl sem elti mig og ég fór viljandi að taka lykkjur á leið mína til að athuga hvort náunginn væri í alvöru að elta mig. Hann hélt áfram að elta mig og að lokum kom merktur lögreglubíll out of nowhere og þeir ,,króuðu´´ mig inni í bílastæði. Hefði ekki viljað lenda í þessu í götunni heima. Svo reyndist allt í góðu og ég fékk að fara stuttu síðar. Þetta hafði smá áhrif á mig og ég hef verið áhugasamur síðan um hversu langt lögregla getur gengið. Í dag er maður svo sem búinn að læra þetta flest allt.
Handtökuheimildir einstaklinga eru ekki síður áhugaverðar. Ég held samt að ekki séu margar heimildir í íslenskum rétti um þetta efni, eða hvað? Það er náttúrulega 2. mgr. 97. gr. laga nr. 19 frá 1991 um opinber mál sem er líklega aðallagaákvæðið um borgaralega handtöku.
Annars held ég að ég láti Spiderman þetta eftir, hann er ábyggilega búinn að kynna sér þetta til hlítar.
Ég er fullkomlega sammála þér Basten um að skaðabætur á Íslandi eru allt of lágar. Mætti vera aðeins skárra að mínu mati
Starfar þú annars við löggæslu Basten?