Ég hef verið alveg einstaklega heppinn með bimmann... eða ekki
Það er nú samt ekki alltaf eitthvað að bila eins og margir vilja segja um BMW, það er nú yfirleitt ég sem geri eitthvað sem veldur því að hann fer á verkstæði, eða aðrir..( það er auðvitað alltaf öðrum en mér að kenna

) T.d. í mars minnir mig þá "slide-aði" ég utan í kant og drap þá 2 stk felgur + 1 stk spyrnu + rispaði sílsana og stuðarann, það var ekki nógu gaman... Svo var keyrt aftan á mig og það var strax gert við það, fékk bílinn afhentan og fór og keyrði aftan á Corollu með dráttarkúlu (konan átti bara ekki að stoppa

) En núna sér fyrir endann á því að rúnta um á klesstum BMW og úr verður fallegri bíll, ég pantaði nebblilega
///M svuntu á framendann og sérpantaði svo aukalega væng neðan á svuntuna, ekki alltof sítt, bara mjög smekklegt og töff, B&L voru víst að panta þetta í fyrsta skipti fyrir mig núna, sögðu það allavega (tók rétt tæpan mánuð að fá þetta), ég hef séð bíl með þennan væng hérna en ég veit að hann kom með hann að utan... Svo verður kagginn samlitaður líka...
Ég er svo spenntur eftir að fá hann til baka og hef ekkert að gera meðan ég er bíllaus að ég varð bara að deila þessu með ykkur
Er líka að bæta upp tapaðan tíma hér í klúbbnum
Hér er mynd af svipuðum framenda eins og minn mun lúkka:
http://images.cardomain.com/member_img_a/306000-306999/306297_2_full.jpg
http://images.cardomain.com/member_img_a/242000-242999/242561_2_full.jpg
En annars óska ég ykkur bara gleðilegs sumars og lifið heilir og tjónlausir!!!

_________________
Gunnar Hans - Alltaf á löglegum hraða
-BMW 318i E36 ´93 - Seldur...
-Honda Prelude 2,0 4th-Generation - Seldur...
-Honda Accord 2,0 EXE