Jæja, ætlaði ekki að skrifa neitt inn fyrr en málið hafði verið leyst að hálfu bogl´s.
En nú eins og allir vita þá fór heddið í bílnum, nánar tiltekið rokkerarmur á fyrsta.cyl. Þar sem ég elska bílinn minn útaf lífinu datt mér ekki í hug að láta taka upp heddið heldur fékk mér nýtt hedd frá .de
Sem sagt verkefni númer 1 hjá þeim var að skypta um hedd og ALLAR pakingar um vélina, fara yfir alla skynjara og skypta um ef þurfti. Einnig fór ég fram á það að fá ýtarlegan vélar þvott svo að vélarrýmið myndi lýta út einsog það gerði 1991 þegar bíllin kom fyrst á götuna. Eftir að bíllinn var búinn að vera inni hjá þeim í 4 daga hringdu þeir og sögðust vera stopp með bílinn vegna þess að þeim vantaði pakingar. WHY ég bað um að það yrði skypt um allar pakningar(14 dagar áður en hann var tekinn inn) Svarið sem ég fékk var að þeir hefðu bara metið það að bíða með það og ekkert væri pantað hjá þeim fyrr en þeir sæu að þeir þurftu þess.
Niðurstaða verks númer 1.
Vélar salurinn var HAUG skítugur og einhverjar olíudrullur á öryggja boxunum sitthvoru meiginn. Hosan um háspenu keflið var enþá rifinn og hafði ég beðið um það að henni yrði skypt. Það vantaði air-ducktin að loftintaks boxinu. Ennþá drulla um forðabúr fyrir vökvastýrisdæluna en það var gert við leka um nokkrar slöngur frá því.
Vetlalokið leit alveg nákvæmlega einsog það var þegar þeir fengu bílinn í hendurnar skítugt.
=vélarrýmið leit ver út en þegar ég skilaði honum af mér.
Verk númer 2 að skypta um drifskaptsupphengju, fara yfir allar pakkningar frá skyptingu og að drifi og laga titring á hægra framhjóli við hemlun.
Niðurstaða verks númer 2.
Staðbundin titringur við keyrslu frá miðjubíls milli fram sæta(þar sem upphengjan er + - nokkrir cm) Nú víbrar bíllinn á báðum framhjólum við hemlun. (orð verkstæðis mannsinns er nú haft eftir "Bremsur prufaðar og fann ekki neinn víbring nema frá abs") veit ekki hvort að hann sé tilfingalaus en bíllinn var að liðast í sundur að framan þegar ég prufaði bremsurnar. Nú logar Airbag ljósið stöðugt en það gerði það ekki fyrir.
=meiri víbringur en áður
Verk númer 3 gera við miðstöðina svo að hún myndi virka sem skyldi.
Niðurstað verks númer 3.
Það rétt seitlar úr miðstöðinni þegar allt á að vera í kvínandi botni og það bara við framrúðu það fynst ekki neinn blástur annarsstaðar í bílnum hvorki framí né afturí, núna er líka einhver skrítin lykt þegar miðstöðinn er orðinn heit
Verk númer 4 laga samlæsingar.
Niðurstað verks númer 4
Náðu nú að gera það með góðum árangri fyrir utan það að þeir gátu ekki slept því að brjóta lykilinn minn...
Þegar ég kem fyrst með bílinn minn var þeim tilkynt að samlæsingarnar væru ónýtar og ekki væri hægt að komast inn í bílinn ef hann yrði læstur.
Þeir læstu bílinn og bróta lykilinn við það að reina að komast inn í bílinn. Það stendur á reikningnum að það hafði tekið langan tíma að komast inn í bílinn og var ég rukkaður fyrir það.
Nú fer þetta ekki að skána þegar ég fer að skoða bílinn innan í þá er aftur bekkurinn ekki settur rétt saman og búið að slýta takkan fyrir rafdrifna hnakkapúðann vinstara meginn, lafði hann úr hægra meginn og virkaði ekki en þeir hafa gert það frá því að ég keypti bílinn. Hlífiinn vinstar meginn lág bara í sætinu, ekki sett aftur í. Þegar ég spyr BMW manninn í mótökuni afhverju að frágangur hafði ekki verið eðlilegur, þá rauk útur honum að frá gangur væri bara smekks atriði

what

munaði minstu að ég hafði hjólað í hann meina lágmark að ég fengi bílinn í sama standi og hann var í.
Svo kemur það versta... Ég hringi í hann á fimtudaginn og spyrhvort að þetta sé ekki að verða tilbúið. Svar jú bíllinn er tilbúinn og að hann værir að reikna út verðið. Þar sem ég var á rjúkandi hraðferð bið ég hann bara að útbúa einhverja góða tölu, þegar ég kem er mér nefnd tala. Ég rétti honum Kraftsskirteinið og bið um það að fá mín 10% af heildar upphæðinn(var að sjá um millifærslu) sem ég á fylli lega rétt á. Svar nei þú værð ekki afslátt þar sem ég nú þegar er búinn að hagræða þetta fyrir þig.
Ég hringdi nátl ösku, bandbrjálður í Bogl og vildi fá að tala við einhver sem réði einhverju þarna og tjáði honum um mína miklu óánægju varðandi léleg vinnubrögð, dónaskaps, hroka osf og útskýrði fyrir honum einsog ég gerði fyrst þegar ég fór með bílinn í bogl að mig langaði að eiga "nýjann" E32 og markmiðið væri að endurnýja nærri því allt í bílnum = mikilir $$$ í bogl og reiknaði ég nú með að fá góða vinnu fyrir tæpan 9000 kall á tíman enda væru þeir sérfræðingurinn.
Þeir báðu mig um að koma með hann aftur núna í dag og ræða málinn. Komust við að þeirri niðurstöðu að þeir myndi laga það sem miður hafði farið og gera við afturbekkinn mér að kostnaðar lausu sem var svo sem það eina inni í myndinni. Einnig mun þetta rugl með BmwKrafsts afslátturinn verða leiðréttur.
Mér þykir einnig leitt að segja en mér þykir frammkoma þjónustufulltrúa þeirra fyrir BMW til háborinnar skammar, en hún einkenndist af miklum hroka, hreinum og beinum dónaskap, auk óþarfa skítkasts alveg frá því að ég fyrst hafði við hann samband. Mér hafði verið tjáð það áður frá vinum og kunningjum áður en ég fór að varast að eiga við hann samskipti en ég átti nú alls ekki von á svona miklum leiðindum. (það var í raunin ekkert gert af því sem ég bað um og borgaði fyrir)
Bara eithvað svo ömurleg framkoma að hálfu bogls þarna fyrst og í raunini á ég bara ekki til stakt orð sem lýsir furðu minni þar sem að þeir eru þeir einu sem ég treysti á til þess að gera við bílinn minn þegar kom að því sem væri sérhæft...
En sem mín loka orð í þessum pósti þá mun ég nú segja það að ég sé sáttur við það að þeir hafa viðurkent mistök sín og leiðrétta þau en þetta er ekki góð reynsla enn sem komið er en vona að svo verði. Því að ef það fer svo að maður neiðist að fara með bílinn út til .dk .de í viðgerð þá er það orðið nokkuð slæmt en var ég að reikna út að þetta hefði kostað það sama ef ég hefði farið til schmiedmann með norrænu(hefði bara gist hjá fjölskyldu minni úti og nú vinn ég þannig vinnu að það ætti að vera lítið mál að vinna erlendis í þann tíma sem að viðgerðinn hafði tekið)