gstuning wrote:
bebecar wrote:
Þetta spjall lifir á sjálfskipuðum snillingum

og ef einhver hérna telur sig ekki í þeim flokki þá veður hann í villu og svíma
Eins og ég sagði þá er þetta mikið verkfræði afrek - heilmikið undur, en samt pointless - en það skiptir sosem engu máli, bara að menn kveiki á því hve fáránlegt það er að vera á bíl með svona háum hámarkshraða og lenda svo í því að Land Cruiser dísel yrði á undan frá Hamborg til Verona ef þeir legðu af stað á sama tíma...
Svo má heldur ekki gleyma groundbreaking verkfræðiafrekum eins og gamla Mini þar sem ekki var kostað til óhóflegum upphæðum í eitthvað statement. Held að sá bíll hafi skilið eftir sig mun meiri arfleifð heldur en Veyron eigi eftir að gera.
Það lísir nú bara fáfræði þinni að halda fram svona commentum um að þessi bíll sé pointless. Þeir framleiddu hann einungis til að þróa eitt og annað,
sem mun svo flytjast í alla Audi group línuna,
planið er 300 stykki sem á að framleiða,
300 x 5milljón pund = 1500milljón pund,
300 x 840.000pund = 252milljónpund
Samtals = 1248milljón pund
er það eitthvað mikill þróunarkostnaður??
Veistu hvað þeir voru að þróa?
Hvernig væri að rökstyðja það sem þú sagðir,
Hveru lengi tekur að taka 100 L af bensíni?
Hversu hratt þyrfti Veyron að keyra til að vera fyrri á staðinn heldur en
Cruiser ef Cruiserinn myndi ná að halda 170km meðalhraða alla leið, og hann þyrfti ekki að taka diesel sem er hæpið því að hvað eyðir Cruiser á 170kmh??
Ekki vera með einhverjar staðhæfingar útí loftið ef það er ekkert á bakvið þær nema þínar villu hugmyndir!
Lýsir fáfræði minni? Svo er verið að kalla mig sjálfskipaðan snilling

Kjánalegt að bregðast við svona (villuhugmyndir?? er ég vantrúaður hundur eða hvað?) í umræðu um bíl sem engin okkar á eftir að komast í að keyra... þetta er umræða um konceptið, það er ekki eins og þú þurfir að verja VAG og gjörðir þeirra - mín skoðun er sú að þetta sé pointless bíll og ég útskýrði afhverju.
Ég er nú örugglega ekki búin að lesa minna um þennan bíl en þú - og merkilegt nokk virðist þú, ekki frekar en aðrir hafa tekið eftir ítrekuðum fyrri kommentum mínum um að þessi bíll sé mikið verkfræði afrek
En ef markmiðið var að þróa eitthvað "ultimate" tæki - afhverju var þá formið komið á hreint áður, sem aftur olli svo mestum vandræðum við þróun bílsins - ef að markmiðið er að nota þetta sem tækni tilraun og undanfara fyrir VAG grúppuna, hefði þá ekki verið gáfulegra að byrja á verkfræðilegu hliðinni og gefa svo hönnuði leyfi til að hanna lúkkið utan um það eins og Gordoninn segir? Þetta hefur ekkert með fáfræði að gera, bara gagnrýna hugsun sem að skilur eftir fleiri spurningar en svör þegar svona bíll kemur í framleiðslu.
Að taka 100 lítra af bensíni tekur u.þ.b. 20-30 mínútur með öllu, úti á átóban (sem á þessari leið væru minnst 4 tímar í bensínstopp). Hversu lengi þyrfti, bla bla bla... hvar er hugmyndaflugið hjá þér maður?
Ég man vel eftir grein í CAR þar sem að 996 Turbo keyrði þvert yfir Ástralíu og LC90 sem lagði af stað á sama tíma var kominn á áfangastað á undan Porsche bílnum (911 bílnum var ekið eins hratt og hægt var á meðan hinn keyrði bara eins og flestir gera á langferð), ég held að Veyron eyði örugglega meira en 996 Turbo, hvað heldur þú? Svo er nú ekki eins og LC90 sé sparneytnasti bíll í heimi - Dísel Audi A8 gæti tekið þessa leið á einum tank!
Það eru 1100 km frá Hamborg til Veróna, það eru u.þ.b. 13 stopp ef að Veyron ætlar að keyra á fullu gasi alla leið. Þó hann keyrði á 170, efa ég að það næði þessum tveimur stoppum sem að LC90 þarf....
En hættið nú þessum AMEN

predikunum... það er búið að marg segja hér að bíllinn er merkilegt afrek, t.d. gírkassin sem líklega á eftir að rata í marga framleiðslubíla, mín skoðun er hinsvegar sú að bíllinn sé pointless nema sem auglýsingagimmick, allt hitt tel ég að hefði verið hægt að gera betur t.d. með því að láta ekki útlitið ráða hönnuninni.
Bæði F1 og SLR eru t.d. með þróaðra boddí, carbon bremsur eru notaðar í öðrum bílum...
Í rauninni er það eina sem mér finnst virkilega stórmerkilegt við þennan bíl er þessi gífurlega hröðun... EN vegna þess hve miklir annmarkar voru á hönnunarferlinu þá kæmi mér ekkert á óvart ef þessi bíll yrði fljótlega toppaður...
Maður fær alltaf á tilfinninguna að maður megi hreinlega ekki hafa aðra skoðun á hinu og þessu hér... ég er með önnur viðmið en þið augljóslega og því get ég líklega ekki komist að halelúja niðurstöðunni.