Djofullinn wrote:
Þessi 320 E36 bíll er fokkin ótrúlegur

Eina ástæðan fyrir því að ég komst ekki upp brekkuna heima í fyrstu tilraun var útaf því að það voru 3 bílar fastir í henni og ég þurfti að stoppa
Síðan lét ég hann rúlla niður og beið aðeins, fór síðan aftur og komst þá léttilega upp, einn af framhjóladrifnu bílunum var ennþá í brekkunni þannig að ég bara tók fram úr honum á afturhjóladrifna trukknum
Hvernig gekk hjá þér Jónki?
Það gekk ekki rassgat, náði að komast úr stæðinu og svo búið
fór alveg neðst niðrá jafnslétt en hann spólaði bara þó svo að ég tók af stað í 3ja gír
Sat fastur í 1klst og 15min og það er ótrúlegt að fólk í þessari fokking blokk nenni ekki að hjálpa, hefði bara þurft smá ýt en nei það labbaði bara fram hjá eða keyrði bara beint í burtu

ég þurfti að labba hálfa leiðina í skólann og svo kom vinur minn og sótti mig.
síðan í hádeginu þá náðum við honum upp þessa helvítis brekku
Það var einn félagi minn sem ýtti mér og hann komst upp ekkert mál, þannig að ef einhvert fíflið hérna í blokkinni hefði gefið sér eins og 5 mín hefði ég komið á réttum tíma í skólann og ekki verið að drepast úr kulda í allan dag eftir að þurfa að vaða snjó uppá hné og vera rennandi blautur
og já ef þið hafið ekki tekið eftir því þá HATA ég snjó og vill rigningu strax.
_________________
Jónki
325i ´90 e30 M-techII
320i ´84 e30 Seldur
Vantar þig viðgerð á bílnum S:697-9021
