Fyrsta flugs félagið – í samvinnu við Iceland Express – býður hópferð á stærstu sportbílasýningu í heimi - AUTOSPORT INTERNATIONAL. Í ár er sannarlega við hæfi að fara á þessa miklu sýningu því nú er 100 ára afmæli kappaksturs í heiminum.
Við erum ekki bara að fara á þessa glæsilegu bílasýningu. Íslenska hópnum er boðið í einkaheimsókn til Williams-kappakstursliðsins, í sjálfar höfuðstöðvar þessa heimsþekkta formúluliðs en þær eru í Oxford-skíri. Hreint út sagt – það er mjög erfitt að komast inn á slíka staði og hér njótum við persónulegra tengsla.
Heiðursgetur ferðarinnar verður Sverrir Þóroddsson, eini Íslendingurinn er keppt hefur í formúlukeppnum – maður með góð tengsl og gríðarlega þekkingu. Fararstjóri verður Gunnar Þorsteinsson, formaður Fysrta flugs félagsins, sem hefur 12 ára reynslu að baki í hópferðum af þessu tagi.
Eins og sjá má mun bílasýningin ekki bara snúast um kappakstur – langt frá því. Þarna verða líka allar gerðir af bílum og þetta er mjög lifandi sýning – búast má við mjög mikillri “aksjón”.
Dæmi um þetta sýna eftirfarandi punkar:
• Stærsta sýningarhöll Bretlands – eins og 10 Laugardalshallir
• 640 sýningabásar
• 1000.000 gestsir
• 600 sýningabílar – 11 milljarða virði
• Frægasta og fínasta fólkið ú Formúlunni
• Nýjustu bílarnir úr Formúli 1, 2 og 3
• Úrval fornkappakstursbíla síðustu 100 ára
• Dýrustu lúxussportbílar í heimi
• Sprækustu rallýbílar sem til eru
• Glóðvolgir heimsmíðaðir bílar beint úr bílskúrunum
• Bílaframleiðendur afhjúpa nýjar gerðir af bílum
• Nýjasta tækni í bílaverkfræði og -hönnun
• Kynningar á allra nýjustu tækni í viðgerðum og smíði bíla
• Nýjustu íhlutir, varahlutir og verkæri.
• Reykspólandi bílar á frábæru, lifandi, mjög stóru sérsvæði
• Alvörui kartbílabratir fyrir fullorðna og börn
• Kynningar á helstu bílaklúbbum Bretlands
• SÖLUSÝNING - Verslað fyrir 400.000 á mínútu
Verkfæri, íhlutir, aukahlutir, minjagripir, fatnaður, bækur, gjafavörur og fleira og fleira.
TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ - Setjið í fluggírinn og stígið bensínið í botn!
Nánari upplýsingar
Fyrsta flugs félagið – Hægt að hringja frá 10-22, virka daga og líka um helgar
Símar: 561 6112 – 663 5800 - 663 5801 – 663 5802
Upphaf ferðar: 13.01.2006, föstudagur síðdegisflug
Lok ferðar: 16.01.2006, mánudagur, kvöldflug
Hótel: Thistle Birmingham City. Þrjár nætur á þessu fjögurra stjörnu hóteli sem er mjög vel staðsett í Birgmingham. Stutt á bílasýninguna og stutt í miðbæinn.
Áhugaverðir staðir: Fyrir utan bílasýninguna mælum við t.d. með stöðum eins og Vísindasafninu, Cadbury World og National Sealife Center.
Verð: 58.500.- á mann í tvíbýli / 63.600.- í einbýli
Innifalið: Flug, skattar, hótel, morgunverður, allar rútuferðir, íslensk fararstjórn, VIP-hálsnafnspjald, gengisbreytingatafla og prentuð ferðadagskrá.
Aukakostnaður: Aðgöngumiðar á sýninguna. Almennur miði kostar 26 pund á dag. Mælum hins vegar með VIP-miða sem er aðeins 6 pundum dýrari en sá opnar ýmis svæði á sýningunni sem annars eru lokuð almenningi. Þeim aukakostnaði verður því vel varið.
|