Best er að byrja á að fjarlægja afturbekk- sessan er toguð upp út við hurðar opið sitthvoru meginn, hægt er að taka bakið afturí en það er gert þannig að það eru 2 10mm boltar neðst útí hornunum, þegar það er laust er bakið togað upp úr svokölluðum hönkum sem bakið hangir á.
framsæti: framsætin eru frekar auðveld aftaná sleðanum eru 17mm boltar og framaná sleðanum eru 17mm rær tappar eru yfir rónnum,
í þetta þarf einfaldlega 17mm topp og skrall.
hurðalistar: hurðalistarnir sem liggja ofaná teppinu eru með leiðinlegri partinum, mjög gott er að reyna draga þá úr til að byrja með, það er ákveðin taktík sem þarf til að ná þessu heilu úr get varla lýst þessu betur en GOTT ER AÐ HAFA EITT Í HUGA - smellurnar sem halda þessu niðri er mjög auðvelt að brjóta þegar maður ætlar að setja listann í aftur - MÆLI MEÐ að kaupa þessar smellur í B&L eða TB áður en þið raðið þessu í aftur.!¨
þá er það miðjustokkur: miðjustokkur er einfaldur öskubakkanum afturí er bara smellt úr og þar er 10mm plast ró sem er losuð, handbremsu haldfangið dregið af og sokkurinn á handbremsunni smellt af lyft handbremsunni upp aðeins og stokkurinn dreginn úr - muna að aftengja ljósið í öskubakka.!
miðjustokkur fremri: sokkur tekin frá á gírstöng þar undir er 10mm plastró,
öskubakki losaður fremst á honum eru 2 stjörnu skrúfur þá er hann laus, aftengja síkarettu kveikjara og ljós í öskubakka þá er hægt að fjarlægja öskubakka, alveg femst á stokknum undir í hornunum sem stokkurinn nær eru plast smellur þær teknar úr, svo er oft skrúfa sirka undir hraðanum á miðstöðinni rofi þar sem stokkur og innrétting mætast,
ef það eru rafmagns rúður í bílnum þá eru bara tökkunum smellt uppúr og aftengdir, stokknum mjakað úr.
hátalara hlífar: farþega meginn er bara þéttikannturinn á hurðinni tekinn frá, stundum skrúfa á spjaldinu - spjaldið laust,
bílstjóra meginn - þarf arf að losa hlífina sem er fyrir ofan fæturnar þar eru 3 smellur alveg efst í röð, 1 á stýristúpunni þá er hægt að draga hana frá, til að losa hátalara spjaldið bílstjórameginn þarf að losa húddopnarann þar eru 8mm boltar sem leiðinlegt er að komast að, þéttikantur á hurð tekinn frá skrúfa á spjaldinu þá er það laust.
gólf hjá bílstjóra: Þar eru 3 hlutir sem þurfa að fara.!
þar sem kúplingin fer að gólfi þar eru gúmmí púði sem fjarlægist með + skrúfjarni, bensíngjöf - á henni er splitti þar´sem hún tengist við petala,
svo er að ná besnsíngjöf burt henni er smellt niðrí gólfið ( getur verið mjög stíf) best er að ná einhverju undir hana (skrúfjárni) og tosa upp og reyna spenna með skrúfjárni, fyrir aftan hana er ''pinni'' sem gjöfin leggst á þegar maður ''stígur í botn'' plastkápa dregin upp þar kemur í ljós ró sem er losuð með 12mm ró minnir mig pinnanum skrúfað upp.
öryggisbeltin: festingarnar fyrir öryggisbeltin fyrir farþega frammí eru losuð við gólf þarf ekki að taka úr taka fremri bolta losa uppá honum þá er hægt að snúa því þá er það ekki fyrirstaða.
Farið er fyrir allt og tékkað hvort gólfið sé eki laust, svo er gólfið dregið úr.! það segir sig sjálft hvernig það fer fram,
til að setja gólfið í aftur getur verið pínu mál, og mæli ég með einum aðstoðarmanni í það, getur verið soldið mál að teppinu undir miðstöðina sumir haf þurft að klippa örlítið úr ef það gengur illa, gott er að halla afturendanum svolítið upp smegja þessu undir þannig svo er bara að raða sömu hlutum í aftur ætla ekki að skrifa það...
ég tók því miður engar myndir af þessu ég reyndi bara að lýsa þessu eins og ég gat getur kannski verið að það sé einhver smá villa hér í þessu...
takk fyrir...
og gangi þér vel,,,
