Ég er alveg sammála mönnum í því að það er sjálfsagt að nota leitar takkan áður en maður spyr spurninga og þess háttar, en það sem ég var að benda á eins og hefur komið fram hér að til hvers er þetta spjall ef menn mega ekki spyrja spurninga, ef þessar "asnalegu" spurningar fara í taugarnar á mönnum þá sleppið þið bara að svara þeim eins og Stefán segir
Og Gunni þar sem þú talar um þegar einhver spurði um öryggi fyrir ljósin,
Kannski hafði þessi ákveðni aðili ekki vitneskju um hvernig þetta funkeraði allt og vhersu auðvelt það væri að finna útur þessu!!!
Það eru ekki allir hérna inná lærðir í þessari iðn eða búnir að grúska í þessu í mörg ár. Ég meina ég myndi ekki treysta mömmu minni fyrir því að skipta um öryggi( ekki illa meint til þess aðila sem var að vesenast með þessi öryggi).
Í þessari tilteknu spurningu fékk þessi maður að mig minnir 3 eða 4 svör við þessari spurningu og þar á meðal eitt frá mér þar sem ég póstaði lista yfir öll öryggin í e30, ekki fannst mér það mikið mál og bara sjálfsagt að hjálpa mönnum sem vita kannski ekki mikið um þetta en vilja læra og þá er þetta að mínu mati staðurin til þess að byrja.
Þú talar einnig um að menn geti notað erlendar spjallsíður,
oky eins og ég hef komið marg oft inná þá eru ekki allir ensku eða þýsku snillingar og ekki myndi ég nenna að sitja fyrir framan tölvuna með orðabókina í annari að leita uppi annað hvert orð, ég á mér smá líf
og talandi um babelfish, þegar ég var að leyta mér að bíl úti í þýskalandi þá notaði ég þá síðu mjög mikið og hún er fokking pirrandi og er ekki nægilega nógu góð fyrir svona bílamál.
Og auðvitað vita flestir ef ekki allir sem senert hafa tölvur um google, en þar kemur þetta margumtalaðaað ekki eru allir góðir í "bílaensku" og leita þá til manna með meiri vitneskju.
En þetta er bara mín skoðun á málinu og greinilega eru margir sammála mér.
_________________
Jónki
325i ´90 e30 M-techII
320i ´84 e30 Seldur
Vantar þig viðgerð á bílnum S:697-9021
