Ég get tekið undir það sem Svezel segir að nokkru leyti, þó alls ekki öllu. Þá sérstaklega ekki þetta comment:
Svezel wrote:
Hvaða varðar það að Benz bili mikið minna en BMW er einhver sú mesta vitleysa sem ég hef heyrt. Þeir Benz eigendur sem ég þekki bera þeim nú ekki góða söguna og þekki ég t.d. einn sem á nýjan E-Benz og hann aldrei til friðs.
Ég var nú ekki að tala um að Benz bili MIKIÐ minna en BMW. En hvort sem þér líkar það betur eða verr þá er það staðreynd að flestar ef ekki allar kannanir, sérstaklega evrópskar, hafa sýnt að Benz bila minna heldur en BMW, í sumum munar miklu og í öðrum munar litlu, í fáum þó er það öfugt. Má vera að þú þekkir Benz eigendur sem bera þeim illa söguna, en það er nú alveg týpiskt að þegar að Íbbi var að tala um að hann þekkti BMW eigendur sem væru undantekningalaust í tómum vandræðum með sína BMW þá skipti það engu máli. Það var um BMW, svo þá var haldið fyrir eyrun. Týpiskt dæmi um BMW eigandann. Neita að horfa á staðreyndir og taka bara slæmu hlutina um aðra bíla og góðu hlutina um BMW.
Hér eru þessar kannanir:
Þessi sem sýnir þó að BMW er að batna hvað varðar bilanatíðnina.
Þessi og
þessi ameríska eru báðar ágætar.
Önnur mjög góð frá USA.
Ein í viðbót.[url=http://www.reliabilityindex.co.uk/car_search_2.html]
Upplýsingar um áreiðanleika Bimma.[/url]
Upplýsingar um könnun sem ég skrifaði um. Ég finn ekki þess könnun núna en ég skrifaði eftir niðurstöðunni.
Þetta sýnist mér vera alls enginn vitleysa, heldur bara blákaldur raunveruleiki. Svo ef það er "mesta vitleysa sem Svezek hefur heyrt" þá veit ég ekki hvað ég get sagt meira.
Ég er ekki með neinn áróður, ég skoða bara allar kannanirnar og sé staðreyndirnar. Þetta er ekki bara einhver skoðun mín ef þið haldið það. Ekki vildi ég að þetta sé svona, heldur svona er þetta. Ég væri ekki á BMWkraftur ef ég þoldi ekki BMW.
Hér er
þessi ánægjukönnun yfir bíla yngi en 2001 sýnir aftur á móti töluvert ánægju BMW eiganda, og mun meira heldur en Benz. Það segir manni að BMW eigendur sætta sig vel við að bílar þeirra bili jafnvel aðeins meira en aðrir sambærilegir bílar. Önnur
ánægjukönnun.
morgvin wrote:
BMW bilar aveg eins og aðrir bílar.
Rafbúnaðs bilanir eru algengar alveg jafnt hjá toyota og BMW enda er rafbúnaður ekki sá áreiðanlegasti búnaður í heimi.
Benz hefur sína galla og í gegnum tíðina hafa þessir gallar orðið algengari og algengari, og ekki fara vera einhver Benz prestur núna þeir bila líka og rafkerfin hjá Benz í gegnum tíðina hafa verið plága.
Lexus er ekki nein drauma eign í sambandi við þetta heldur fyrstu Lexusarnir voru leiðinda gripir og voru ekki í neinum top 10 lista í neinum könnunum.
Og svo kemur verð á viðgerðum inní myndina líka það er og mun alltaf vera dýrt að gera við dýra bíla en ódýrt við ódýrari bíla, oft spilar verð inní kannanir og spilla einkunum.
Þú veist greinilega ekkert hvað þú ert að tala um. Lexus bila LANGMINNST af lúxusbílunum og MARGFALT minna heldur en BMW og Benz og með þeim allra bestu AF ÖLLUM BÍLUM. Fyrstu Lexusarnir, t.d. gamli LS, bilaði skuggalega lítið eins og kannanirnar sýna sem ég postaði hérna aðeins ofar. Skoðaði þessar kannanir, þær sýna líka eldri bíla. Reyndu síðan að segja mér að Lexus bili mikið! Bæði er það að Lexus bila sama og ekkert og þeir hafa líka verið í efsta sæti yfir þá bíla sem eigendur eru ánægjastir með, það segja eigendurnir allavega, en þú veist greinilega eitthvað miklu meira en þeir þúsundir sem eiga Lexus.
Skoðaðu þetta! og
þetta Þú gætir fræðst á því. Þarna segir að
Lexus LS400 , sé með A+ fyrir áreiðanleika, frá arínu 1990, sem btw. er fyrstu árin hjá þeim. Hvernig í ósköpunum færð þú þá út að þeir hafi bilað mikið á fyrstu árunum? Dreymdi þig það eða ertu bara viljandi að segja ósatt? Allavega mesta órökstudda rugl sem ég hef lesið, af öllu ruglinu hérna.
Varðandi að rafkerfi í Benz hafi verið plága, þá er svo sem eitthvað til í því, en miðað við það þá er rafkerfi í BMW örugglega versta plága sem til er í heiminum. Sérstaklega ef miðað er við eldri Bimma og Benza. Og talandi um að vera Benz prestur!

Hvað ert þú, BMW biskup?
Ef ég er Benz prestur því ég segi sannleikann, þá verð ég bara að vera Benz prestur.
