Bíllinn hjá mér hætti að hlaða um helgina. Ég vissi fyrst ekki hvaða fíflalæti voru í gangi, snúningshraðamælirinn og hraðamælirinn tóku svona kippi upp og niður, svo dofnuðu öll ljós og ég rétt komst hikstandi heim á plan.
Ég tengdi hann við annan bíl með startköplum, hann rauk í gang og gekk fínt meðan hann var tengdur, en stuttu eftir að hann hætti að fá straum frá hinum dó hann, svo það er pottþétt eitthvað hleðsluvesen og ég ætla að skjóta á kolin í alternatornum, enda gömul og mikið notuð.
Nú er ég búinn að rífa alternatorinn úr og er að fara í að taka úr honum kolin.
Er eitthvað trikk við að ná kolunum úr? Er þetta ekki á einhverjum gormum sem eru vísir með að skjótast í allar áttir þegar maður opnar gripinn? Þarf ég að taka trissuna framan af, eða er nóg að losa rassinn á honum?
Öll ráð vel þegin

_________________
318iA - 290.000 km and stopped counting
540 e39 Shadowline - Fjölskyldubíllinn