bebecar wrote:
Ég spurði svo sölumannin afhverju hann treysti 18 ára gutta fyrir svona dýrum bíl - þá tók hann skýrt fram að BMW (ekki bara umboðið) liti á alla sem framtíðar kúnna

Sölumaðurinn í B&L leit ekki þannig á það þegar ég bað um að reynsluaka nýja M5
Ég hef alltaf fílað BMW. Langaði alltaf í þannig sem minn fyrsta bíl en það var of dýrt fyrir mig. Ég fékk gefins 1,3 blöndungs Colt og útaf því hófst þessi þvílíka Colt della, fyrsta bílaást, þið skiljið (vonandi). En ég ákvað samt þegar ég fékk Coltinn að vera bara á honum og safna mér fyrir einhverju góðu eintaki af BMW og var alltaf að skoða E30 og E34 á netinu. Þeir sem mig langaði alltaf í voru of dýrir. Svo lenti ég í árekstri og keypti mér GTi Colt, og þá fór allur þessi peningur sem ég hafði safnað fyrir BMW að hverfa bara! Ég ætlaði að halda eins áfram að safna bara pening fyrir BMW en allt kom fyrir ekki. Coltinn bilaði og bilaði og bilaði og svo fékk ég mér annan, og hann bilaði og bilaði og bilaði þannig ég fékk mér aðra vél í hann, og aðra vél í hinn Coltinn líka. Þrjóskur? En já báðar þessar vélar biluðu, önnur meiraðsegja áður en ég náði að færa hana á milli bíla! Þá á endanum gafst ég upp og tók bara lán fyrir þessum æðislega E34 sem ég var búinn að skoða sjálfur í 2 vikur. Hafði bara samband við seljanda, sagðist vera með pening og að ég ætlaði að koma að kaupa hann! Gerði það svo og lífið hefur bara orðið betra eftir það
Þess má til gamans geta að Lancerinn hans pabba bilaði einmitt á leiðinni til baka þegar ég var að sækja BMW-inn! Þá gjörsamlega missti ég allt mitt litla álit sem eftir var af Mitsubishi. Núna sit ég eftir með 4 bilaða mmc-a í innkeyrslunni sem er alveg of pökkuð og pabbi orðinn alveg snælduvitlaus! Er að rífa alla nema 1 sem pabbi, af öllum, bannaði mér að rífa eða selja því hann ætlar að gera hann upp og gefa bróður mínum hann! En með þessa mmca er engin von, bara henda þessu og byrja uppá nýtt með eitthvað sem er í lagi og er þess virði að eiga!