bebecar wrote:
Don't do the crime if you can't do the time!
Ég hef alveg samúð með því að þú viljir komast í vinnu - en þú verður þá bara að semja við leigubílstjóra um að skutla þér, fá far með öðrum eða redda því á annan hátt!
Ég held að þú gerir þér EKKI grein fyrir áhættunni. Þetta er ekki flókið - ef þú lendir í árekstri þá ertu ótryggður - skítt með þitt tjón, það er þín áhætta!!! EN sá sem þú keyrir á fær sitt tjón ekki bætt nema þér renni blóðið til skyldunnar og ef um líkamlegt tjón er að ræða þá erum við að tala um milljónir sem þú ert augljóslega ekki borgunarmaður fyrir fyrst þú þarft að taka sénsinn á því að keyra próflaus á annað borð.
Það er sitthvað að keyra á "ólöglegum hraða" sem að 90% þjóðarinnar gerir og er þar með talið að mínu mati og samkvæmt lagahefði hæpið að teljist ólöglegt, stútar eru með því versta og að keyra ótryggður er MJÖG alvarlegt mál þó það virðist ekki vera það í fyrstu.
Svo er spurning hvort ekki megi færa þetta í offtopic svo þú getir selt bílinn sem er mjög forvitnilegur reyndar....
Ef hann veldur tjóni á öðrum þá verður hann einfaldlega kærður fyrir gáleysi og verður svo að borga allann kostnað sem verða vegna málsins,
Þegar ég borga venjulega skildu tryggingar á mínum bíl þá er ég að tryggja mig gagnvart tjóni á öðrum ekki mér , og það sama gildir á hinn veginn , ef einhver keyrir á mig ótryggður þá þarf hann að borga það sjálfur,
fyrst að þú hefur ekki atvinnu af akstri þá myndi ég leita annara leiða til að komast í og úr vinnu,
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
