Quote:
blomqvist skrifaði:
Frekar hæpið að löggan sé að reyna að meta hvort að um djók sé að ræða eður ei ... þeir verða bara að grípa inn í ... er það ekki ?
Geri mér fulla grein fyrir því að þetta getur samt verið erfitt ef í 95% tilfella er um eitthvað grín að ræða.
Þórir skrifaði: Já, þú meinar af því að fólk tekur því svo rosalega vel þegar löggan grípur inn í? Finnst þér drukknir Íslendingar vera svona jákvæðir gagnvart afskiptum lögreglu ( já, eða bara einhvers.)
Það vita það ekki allir en ótrúlega stór hluti af þeim sem gista fangageymslur gera það vegna þess að þeir reyna að skipta sér af lögreglu við störf, s.s. reyna að frelsa handtekna menn, ráðast á lögreglumenn við vinnu o.s.frv.
Það er geypilega gott að sitja á hliðarlínunni og segja til um hvernig menn vinna vinnuna sína. Það er nefnilega ansi margt sem spilar inn í, kannski voru þessir menn bara að fylgjast með einhverju öðru og sáu þetta ekki strax, töldu að þetta væri eitthvað grín o.s.frv.
Nei Íslendingar taka sjaldan vel á móti löggunni ... og drukknir Íslendingar ennþá síður. En það breytir ekki þeirri skoðun minni að lögreglan verður að sinna skyldum sínum.
Nú er ég ekki að gefa í skyn að hún hafi ekki gert skyldur sínar í þessu tilfelli sem verið er að tala um í þessum þræði. Ég veit ekkert um það mál.