Þetta atvik gerðist á gatnamótunum á Bankastræti og Austurstræti
Svo virðist sem hópur af fólki hafi verið saman (gæti verið staffadjamm eða hver veit)
þá voru þau að labba frá Bankastrætinu yfir gatnamótin á Austurstræti og einhvernegin
þróaðist þetta þannig að þau voru öll komin fyrir framan einhverja gráa kyrrstæða Hondu Civic.
Þetta fólk stopppar fyrir framan hana og einhverjir aðilar lögðust á húddið
(veit það samt ekki, en svo virðist sem að það hafi gert það) þá gefur bílstjórinn í
svona létt til þess að bakka fólkið frá bílnum en það færir sig ekki.
Þannig að bílstjórinn gefur í og keyrir áfram á svona 40km hraða með tvo einstaklinga
ofan á húddinu á sér ca 20-30 metra.
En svo liggur einn aðili af þessum hóp eftir á jörðinni og mér sýndist að bílstjórinn
hafi keyrt ofan á hann.
Mér til mikillar undrunar var Undercovered Lögreglujeppi fyrir hliðina á mér sem setur ljósin í gang
og eltir Honduna, sýndist að hún hafi ætlað að stinga af en stoppað á rauðu ljósi hjá gatnamótunum
á Hverfisgötunni.
Í framhaldi af þessu þá kemur sjúkrabíll og annar merktur lögreglubíll.
Skýringarmynd (Birt án Árbyrgðar og í óleyfi frá Trackwell.com)
Langaði að athuga hvort einhver hérna hafi séð þetta.