Í gærkvöldi tók ég mig loksins til og skipti um drif í bílnum með hjálp Gunna GST (ásamt mórölskum stuðningi frá þremur öðrum

) en ég hafði útvegað mér E34 M5 drif sem er 3.91:1 LSD en bíllinn var áður með 3.15:1 opnu drifi.
Ég var ekki að spara búkkana og tjakka undir bílinn því kærði mig ekki um að láta þennan hlunk kremja mig
Það var ekki svo mikið mál að losa drifið, 6boltar á drifskaptinu, 12 seinlegir boltar á öxlunum og svo 3 boltar sem halda drifinu.
Svo þegar drifið var komið undan þá sást greinilega að þau eru ansi svipuð; sömu festingar, sama lok og sami drifskaptsflangs. Öxlaflangsarnir virtust vera alveg eins líka en ég átti alveg eins von að ég þyrfti að skipta um þá.
Það gékk þokkalega vel að koma því á sinn stað og allt stefndi í feitt burn eftir skamma stund.
En þegar ég ætlaði að fara að herða öxulboltana aftur í þá voru þeir avleg skuggalega stífir og ég braut fullt af verkfærum við að reyna að koma þessu í. Þetta var alveg óendanlegaa seinlegt verk og gafst ég upp þegar ég var búinn að dudda í þessu í örugglega 2tíma en mér tókst ekki að herða alla boltana alveg í botn. Ég mældi flangsana á báðum drifum áður en ég setti drifið undir og það var alveg sama fjarlægð milli gata.
En jæja þetta varð að duga, klukkað að verða 2 og vinna eftir örfáa tíma. Ég keyrði örugglega um 40km áður en ég lagið bílnum og það var allt í lagi, ekkert skrölt og þetta lítur út fyrir að vera í lagi, svona þangað til ég skipti um þessa bolta á næstu dögum.
Ég er nú ekkert búinn að taka almennilega á þessu ennþá þar sem ég var ekki alveg að treysta á þetta í fyrstu en first impression er bara nokkuð gott. Hann tekur greinilega meira á því í 1.þrepi og þegar maður gefur í þá ríkur hraðamælirinn alveg upp en mig grunar reyndar að hann sé dálítið off. Á eftir að gera almennilegt test á þessu
Gallery