bebecar wrote:
Ég spurði svo sölumannin afhverju hann treysti 18 ára gutta fyrir svona dýrum bíl - þá tók hann skýrt fram að BMW (ekki bara umboðið) liti á alla sem framtíðar kúnna 8) sama þó það gæti tekið smá tíma. Verst að ég hef ekki ennþá keypt mér nýjan BMW en það kemur nú líklega að því.
Þú hefur þá kannski keypt af þeim varahluti ?
Vinur minn, Stanky hér á spjallinu, keypti sér E30 fyrr á árinu og ég hafði svosem engan sérstakan áhuga á BMW þá, nema hvað þeir voru með dýrari og betri bílum sem maður hafði heyrt um og flest allir (nema E36 geldingurinn) mjög flottir
Hann talaði mikið um bílinn sem var á leiðinni og hrósaði þessum bílum hástert og ég spilaði bara með og var bara sáttur fyrir hans hönd.
Svo var það þegar hann var kominn með bílinn að maður fékk að sitja í og sjá gripinn með eigin augum. Ég hafði aldrei tekið eftir E30 neitt sérstaklega en ég gjörsamlega fékk vírus. Svo fékk ég að taka í bílinn og vinnslan og þéttleikinn þrátt fyrir aldurinn á bílnum var svo gríðarlegur að ég fór að hugsa um að kaupa sjálfur bíl.
Ég fór svo að tala um hvað mig langaði mikið að kaupa mér bíl og skoðaði mjög marga E30 á Þýskum síðum og ákvað svo að skella mér á E30 sjálfur.
Þetta er bara eitthvað sem ég mun aldrei sjá eftir. Ég hef svo tekið í nokkra aðra BMW bíla og það er bara sama sagan.