ice5339 wrote:
Jæja, þá er dýrið komið á klakann.
Hrikalega skemmtilegt að keyra gripinn, enda komnir um 800 km á nokkrum dögum hehe
Ég á reyndar eftir að fara og bóna bílinn og mun þá pósta fleiri myndum.
Búnaður: Sjálfskiptin (steptronic), rafdrifin rafhituð sæti, xenon ljós, gler topplúga, professional hljómflutningskerfi, geisladiskamagasín, 17" álfelgur, svört leðursæti, búnaður sem fylgist með loftþrýstingi dekkja, aksturstölva osf osf.
(úps smá viðbót) einnig: Cruise control, sjálfsdekkjandi baksýnisspegill, bakkskynjarar, og útvarpsstillingar í stýri, abs, spólvörn, skrikvörn osf
Eitt er víst að maður verður að passa sig hrikalega á hraðanum á þessu, enda var ég fljótur að láta aksturstölvuna pípa á mig í 100 km/klst (svona innanbæjar).
Eitt annað, ef maður stoppar á ljósum við hliðina á Imprezu turbó eða álíka bíl, þá undantekningalaust byrjar gaurinn á imprezunni að þenja vélina og rýkur síðan á stað þegar það kemur grænt (þetta gerðist ekki oft á Golfinum)
Innilega til hamingju með bílinn, og vertu velkominn í hóp ánægðra E39 eigenda. Já, þessir bílar virka skuggalega það má alveg passa sig. En þessir bílar bera með sér grimmt útlit og ef að hann er merktur, þá eru þessir Imprezupeyjar alltaf eitthvað að þenja sig !
En enn og aftur, til hamingju !