Það mætti segja að reiknivélin styðji það nú þegar, því að maður getur slegið inn verð, flutningsverð og valið tollflokk.
Ég gæti trúað að tollflokkurinn fyrir fornbíla gefi ansi góða mynd því að ég hugsa að tollurinn á þessu sé eitthvað nálægt 15%, en fornbílar og pallbílar eru með 13%.
Sem dæmi ef að við veljum verð "bíls" - 150 USD.
Setjum 5000 kr sem flutningskostnað, og segjum að varahluturinn okkar sé "Pallbíll",
fáum við:
Quote:
Verð ökutækis í USD: 150 USD
Gengi á USD: 61 ISK
Flutningskostnaður: 5.000 ISK
Stofn til Tolls og Virðisauka: 14.150 ISK
Tollur(13%): 1.840 ISK
Virðisauki(24,5%): 3.917 ISK
Samtals aðflutningsgjöld: 5.757 ISK
Stofn til aðflutningsgjalda: 14.150 ISK
Aðflutningsgjöld 5.757 ISK
Ýmis kostnaður við skráningu: 21.864 ISK
Samtals: 41.771 ISK
Og leggja síðan saman rauðu línurnar - til að bæta ekki við "ýmsa kostnaðinum" sem fylgir skráningu á bílum.
Ef að þið vitið nákvæmar upplýsingar um hver tollflokkur er fyrir varahluti, þá er auðvitað ekkert mál að bæta við tollflokki fyrir það, og hann gæti einmitt verið þá þannig að hún myndi sleppa "Ýmsum kostnaði".
Eins og stendur á reiknivélinni eru öll komment vel þegin á
arnib@bmwkraftur.is 